Fös 26.sep 2003 Þessi frétt hefur verið skoðuð 114 sinnum.
Áfram FH
Ágætu félagar!
Ég er oft spurður þegar vel gengur hjá FH, „er ekki gaman að vera FH-ingur núna?“ Ég svara hins vegar og segi: „það er alltaf gaman að vera FH-ingur, en reyndar misjafnlega gaman.“
Núna er alveg sérstaklega gaman að vera FH-ingur og ekki bara FH-ingur heldur Hafnfirðingur. Fótboltastrákarnir okkar hafa staðið sig hreint frábærlega undanfarið og á morgun, laugardag, geta þeir kórónað allt saman með sigri í Bikarkeppninni. Ekki aðeins stór stund í sögu FH heldur líka bæjarins, því aldrei hefur slíkur titill unnist í meistaraflokki karla í
knattspyrnu hér í Hafnarfirði.
Nú er því lag og við sem utan vallarins erum getum lagt okkar að mörkum með því að mæta á völlinn og styðja við bakið á okkar mönnum. Látum nú hljóma um allan Laugardalinn „Áfram FH“, og mætum síðan í Kaplakrikann eftir leikinn og samfögnum með strákunum (vonandi).
Ég ætla alla vega að mæta og vera allan tímann (sem út af fyrir sig er
afrek) og mikið ofsalega verður gaman að vera FH-ingur í Laugardalnum, ef
stemningin verður eins og hún var á undanúrslitaleiknum á móti KR.
Og allir nú með: Áfram FH.
Ingvar Viktorsson
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
36 |
2. |
KR |
30 |
3. |
Valur |
29 |
4. |
Keflavík |
24 |
5. |
Breiðablik |
23 |
6. |
ÍA |
22 |
7. |
Víkingur |
21 |
8. |
Fylkir |
21 |
9. |
Grindavík |
19 |
10. |
ÍBV |
15 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
8 |
Atli Viðar |
4 |
Allan Dyring |
4 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KF Nörd
|
4. okt. |
?:?
|
Laugardalsvöllur |
|
|
|