Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Fös 26.sep 2003
Bikarúrslit
Nú þegar rétt um sólarhingur er í leik, er óhætt að segja að spennan sé að ná hámarki hjá mér. Hægt og rólega hefur spennan verið að magnast upp fyrir leikinn og nú erum við hreinlega að koma að suðupunkti.

Undanfarin 15-20 ár hef ég ekki misst af mörgum stórleikjum hjá FH liðinu. Ég sá FH-Fylkir 1989 og 1998 (tolleringin fræga), alla Evrópuleiki FH í Krikanum og fjölmarga stórleiki í deild og bikar. Einn leikur stendur þó upp úr og það er fyrri bikarúrslitaleikurinn gegn Val 1991. Allt sem við kom þeim degi er mér í fersku minni, mikil stemmning og skemmtun sem jafnaðist á við það besta sem ég hef upplifað (hef séð a.m.k. 50 leiki í ensku úrvaldsdeildinni, tvo bikarúrslitaleiki í Cardiff og úrslitaleik í UEFA cup svo eitthvað sé nefnt). Allir lögðust á eitt þennan dag og aldrei hef ég verið jafn stoltur af því að vera FH-ingur og þá. Við vorum alvörufélag þennan dag, félag sem átti fullt af góðu fólki sem studdi liðið með ráðum og dáð. Menn fóru í skrúða þennan dag sem ég hef ekki séð þá í hvorki fyrr né síðar. Leikurinn sjálfur var mjög spennandi og gleðin sem braust út þegar Höddi Magg jafnaði leikinn var ólýsanleg. Jafnframt voru vonbrigðin mikil að ná ekki að vinna þennan leik, því við fengum ótrúlegt dauðafæri í framlengingunni sem því miður nýttist ekki. Síðari leikurinn komst aldrei í hálfkvist við þann fyrri og ósigurinn í leiknum drap endanlega möguleikann á því að sá leikur yrði jafn eftirminnilegur.
Síðan þá hef ég beðið eftir þeim degi að fá að upplifa aftur bikarúrslitaleik þar sem FH kemur við sögu.
Leikurinn á morgun verður mjög erfiður, þarna mætast þau lið sem hafa verið farsælust í síðari umferð Íslandsmótsins, eitthvað sem fáir áttu von á þegar félögin mættust upp á Skaga í 10. umferð, þá í 8. og 9. sæti með 11 og 10 stig fram að því. Sá leikur gerði heldur ekkert til að sannfæra menn um að framundan væru jafn skemmtilegir tímar og raun bar vitni. Sumarið hefur reynst okkur frábært og nú er að setja punktinn fyrir aftan i-ið og taka titil í hús.
Til að svo megi vera þurfum við að eiga toppleik, Skagamenn eru með vel mannað 11 manna lið, lið sem stendur þétt saman og hefur marga fjöruna sopið. Lið sem varð Íslandsmeistari að stærstum hluta 2001, lið sem inniheldur leikmenn sem þekkja vel sigurtilfinninguna og vilja örugglega upplifa hana aftur. Liðið er kannski ekki það flottasta sem sést hefur í gulu búningunum en vinnusemi, dugnaður, barátta og kraftur er aðalsmerki liðsins og fáir betri í þessum þáttum en Skagamenn. Til að leggja þá að velli þarf að mæta þeim í öllum þessum þáttum, liðið okkar þarf að vera þétt varnarlega eins og í undanförnum leikjum og enginn má spara sig á morgunn enda aumt ef svo verður. Hitt er þó mikilvægast af öllu og það er að við séum óhræddir við að spila boltanum, spila okkar leik líkt og á móti KR í bikarnum. Skagamenn pressa mikið og reyna að gefa andstæðingum engan tíma til að spila boltanum og fyrir vikið koðna menn oft niður og fara í kick and run gegn þeim. Það má alls ekki gerast á morgun, við verðum að hafa hugrekki til að spila boltanum, vera hreyfanlegir til að losa okkur undan pressunni. Heimir þarf að komast í takt við leikinn og spilið verður að fara í gegnum hann til að leikur okkar verði beittur. Þetta eru allt hlutir sem okkar menn vita vel og fyrir mér er það hvernig þarna tekst til það sem mun ráða því hvar bikarinn hafnar í ár.
Það eru 13 ár síðan við unnum Skagann síðast svo biðinn hefur verið löng, varðandi að komast í bikarúrslit, sigra Skagamenn og að sjálfsögðu að landa titli. Allir nefna mikilvægi þess að stuðningurinn verði mikill á morgun og ítreka ég það hér. Við sem verðum í stúkunni getum reynst það sem skilur liðin að í þessum leik. Við megum ekki láta okkar eftir liggja.
Ég held að biðin verði á enda á morgun.

ÁFRAM FH

Lúðvík Arnarson
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 48
2. Valur 32
3. ÍA 32
4. Keflavík 27
5. Fylkir 26
6. KR 25
7. Grindavík 18
8. ÍBV 17
9. Fram 17
10. Þróttur 16

Markahæstir

Tryggvi 16
Allan 13
Auðun 5


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U U T T U

 

 


Síðasti leikur

Fram - FH 1 5


Næsti leikur

Tímabilið búið í bili
2006

14:00

Kaplakriki

Aðalskoðun Laust auglýsingapláss Sigga og Timo Fasteignastofan Fjölsport
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim musikogsport.net musikogsport.net