Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Fös 26.sep 2003
Núna er tíminn!
Mynd: Jóhannes Long
Sumir sjá bikarinn hálftóman. Aðrir sjá hann hálffullan. Mitt lið hefur eiginlega aldrei séð bikar almennilega.

Á laugardaginn gefst FH-ingum tækifæri til að hefja nýtt tímabil í sögu knattspyrnudeildarinnar. Tækifæri til að brjótast undan meðalmennskunni og festa okkur í sessi sem stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Til þess þarf tvennt, hæfileika og hugarfar.


FH hefur leikið bestu knattspyrnuna í Landsbankadeildinni í sumar. FH hefur yfir að ráða frábærum einstaklingum og sterkri liðsheild. FH er með rammgerða vörn, eina þá allra bestu í deildinni og marksæknustu sókn landsins. Ef þeir þættir sem hafa verið aðalsmerki FH-inga í sumar skína í gegn á Laugardalsvellinum á laugardaginn er engu að kvíða.


FH er lið liðsheildarinnar. Samstaða leikmanna er styrkur liðsins. Í undanúrslitunum virtust leikmenn gera sér grein fyrir því að það eru forréttindi að fá að leika stórleiki og virtust sjá að hver einasta tækling hefur gríðarlegt mikilvægi. Ef sama hugarfar verður ríkjandi á laugardaginn munu FH-ingar fara stoltir af vellinum. Ég trúi því og treysti að allir FH-ingar hafi óseðjandi löngun til þess að sigra Skagamenn og muni leggja sig alla fram í baráttunni.


Í FH eru stuðningsmenn sem þrá bikarmeistaratitil og gætu skipt sköpum á laugardaginn. Ég tel að mikilvægi þeirra hafi komið í ljós í undanúrslitaleiknum þó nú þýði ekkert minna en að tvöfalda þá stemmningu. Strákarnir úti á velli eru með breiða og öfluga fylkingu á bakvið sig í baráttunni og hún verður að láta þá vita af sér allan leiktímann.


FH getur ekki verið annað en virkilega hungrað félag. Ef hungrið endurspeglast annars vegar inn á vellinum og hins vegar á pöllunum gæti laugardagurinn hæglega orðið stærsta stund knattspyrnudeildar FH til þessa og jafnframt sú stund sem gefið getur tóninn fyrir glæsta sigra í framtíðinni.


Við höfum áður leikið jafnmikilvæga leiki og þann sem í hönd fer en aldrei hefur meðbyrinn verið eins mikill og nú.


Núna er tíminn! Fjölmennum á völlinn og látum í okkur heyra!

Kristmundur Guðmundsson, FH-ingur
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 48
2. Valur 32
3. ÍA 32
4. Keflavík 27
5. Fylkir 26
6. KR 25
7. Grindavík 18
8. ÍBV 17
9. Fram 17
10. Þróttur 16

Markahæstir

Tryggvi 16
Allan 13
Auðun 5


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U U T T U

 

 


Síðasti leikur

Fram - FH 1 5


Næsti leikur

Tímabilið búið í bili
2006

14:00

Kaplakriki

Fjölsport Sigga og Timo Aðalskoðun Laust auglýsingapláss Fasteignastofan
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim musikogsport.net musikogsport.net