Fös 26.sep 2003 Þessi frétt hefur verið skoðuð 123 sinnum.
Lundúnabréf
|
Mynd: Jóhannes Long |
Heilir og sælir FH-ingar til sjávar og sveita!
Hinn virðulegi dönskukennari úr Flensborgarskóla kom að máli við mig um að skrifa stuttan hvatningarpistil héðan frá Englandi og að sjálfsögðu tók ég blýantinn í hönd.
Reyndar mun ég ekki vera á sömu nótum og stórvinur minn, Orri Þórðar, um daginn en ég frétti víst að skólastjórinn úr Áslandsskóla hafi verið fremur andstuttur eftir þann lestur.
Þetta tímabil hefur verið með eindæmum glæsilegt í sögu knattspyrnudeildar FH, en það er ekki búið. Á laugardag getum VIÐ unnið í fyrsta sinn í sögu félagsins stórtitil og allir FH-ingar nær og fjær verða að leggja hönd á plóg. Nú er tími til kominn að fjölmenna á Laugardagsvöll og láta vel í sér heyra eins og á móti KR um daginn þar sem áhorfendur stóðu þétt við bakið á liðinu þó svo það hafi lent tveimur mörkum undir. Maður var stoltur að vera FH-ingur það kvöld og vonandi verður manni svipað innanbrjósts á laugardag. Leikurinn leggst vel í mig sem endranær. Í gegnum tíðina hefur FH spilað léttleikandi fótbolta sem hefur skilað sér með misjöfnum árangri í gegnum árin. Í ár höfum við spilað að mínu mati langbesta boltann í deildinni sem skilaði okkur öðru sæti (Evrópusæti), markahæsta liði deildarinnar og bikarúrslitaleik. Liðið hefur náð mjög vel saman í ár og ljóst er að Óli Jó og Leifur (Phil Thomson) hafa náð því besta úr liðinu og eiga þeir kumpánar þakkir skildar fyrir það.
Mótherjar okkar í bikarúrslitaleiknum eru Skagamenn. Skaginn er með hörkulið enda með nagla í brúnni og það er ljóst að við verðum að vera tilbúnir frá fyrstu mínútu. Ég var ekki á landinu þegar við spiluðum á móti ÍA í fyrsta leik en menn voru á því að við hefðum átt að vinna þann leik. Hins vegar fór ég í sementsbæinn í 10. umferðinni og þar vorum við heppnir með að ná jafntefli. Það er ljóst að við verðum að taka vel á drengjunum hans Óla Þórðar. Þeir mæta örugglega trítilóðir til leiks. Þeir eru sterkir í „föstum leikatriðum“ (hvað er laust leikatriði?) og geta spilað fínan bolta enda hafa Skagamenn frá örófi alda verið með marga mjög góða knattspyrnumenn innan sinna raða. Skagamenn þekkja það að spila í svona leik og hafa hefðina með sér. Það er hins vegar kominn tími á bikar í Fjörðinn og hef ég fulla trú á okkar mönnum en það mun kosta blóð, svita og tár jafnt á vellinum og í stúkunni. Ef FH mun spila sinn leik þá höfum við ekkert að óttast.
Á stundum sem þessum skipta áhorfendur gríðarlega miklu máli og nú verða allir að mæta og vera félaginu til sóma og láta vel í sér heyra. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja, mun mæta á Laugardalsvöll, þökk sé félögum mínum sem stóðu fyrir söfnun fyrir mig og Gumma K, sem er staddur í Danmörku, að okkur óspurðum. Maður fékk bara símtal og manni sagt að hypja sig upp í flugvél á föstudag og láta vel í sér heyra og auðvitað gerir maður það enda farinn að bölva sjálfum mér að vera staddur á Bretlandseyjum þegar FH á góðan möguleika á titli í fyrsta sinn í sögunni og auðvitað er ég gríðarlega þakklátur félögum mínum fyrir enda allir með FH-hjartað á réttum stað.
Einnig er þess vert að geta að eðal-FH-ingurinn Friðrik Oddsson er fimmtugur á laugardag og ekki væri amalegt að geta gefið kallinum Bikarinn í afmælisgjöf, ekki satt?
Sjáumst á laugardag.
Bikarinn í Fjörðinn
ÁFRAM FH
Þórarinn B. Þórarinsson
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
36 |
2. |
KR |
30 |
3. |
Valur |
29 |
4. |
Keflavík |
24 |
5. |
Breiðablik |
23 |
6. |
ÍA |
22 |
7. |
Víkingur |
21 |
8. |
Fylkir |
21 |
9. |
Grindavík |
19 |
10. |
ÍBV |
15 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
8 |
Atli Viðar |
4 |
Allan Dyring |
4 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KF Nörd
|
4. okt. |
?:?
|
Laugardalsvöllur |
|
|
|