Fim 25.sep 2003
Vištal viš Loga Ólafsson
|
Mynd: this.is/fh |
Viš höfšum samband viš FH-inginn Loga Ólafsson sem žjįlfaš hefur bęši FH og ĶA og lögšum fyrir hann nokkrar spurningar.
Hvernig finnst žér FH hafa spilaš ķ sumar?
Eftir fremur dapurt undirbśningstķmabil og lélegan įrangur ķ Deildarbikarnum žį hefur lišiš vaxiš og dafnaš eftir žvķ sem lišiš hefur į mótiš. Styrkur žjįlfaranna kom ķ ljós og žeim tókst aš berja lišiš saman og góš śrslit ķ upphafi mótsins fęrši lišinu sjįlfstraust. Aš vķsu komu leikir sem gengu ķlla eins og gengur og gerist. Sérstaklega žegar lišiš įtti möguleika į aš blanda sér fyrir alvöru ķ barįttuna um titilinn. Žegar litiš er į įrangur lišsins ķ heild žį er hann frįbęr, annaš sęti ķ Landsbankadeildinni og Vķsabikarinn innan seilingar er mun betra en bjartsżnustu menn žoršu aš vona. Leikir lišsins hafi margir veriš skemmtilegir og veriš gaman aš fylgjast meš lišinu ķ žeim leikjum, en inn į milli datt lišiš nišur og leikir lišsins įlķka spennandi og sjónvarpsžįtturinn Mašur er nefndur eins og Leifur Helgason oršaši žaš. Žaš er mjög mikilvęgt aš vinna slķka leiki og er žaš einkenni liša sem nį góšum įrangri eins og FH hefur gert nś žegar. Nišurstašan er aš leikmenn, žjįlfarar og stjórnin eiga heišur skilinn, en mega ekki lįta deigan sķga.
Hverjir eru styrkleikar lišsins?
Lišsheildin er helsti styrkleiki lišsins, andinn, vinnumórallinn og metnašurinn eru mikilvęgir žęttir og leikmenn gera sér grein fyrir hvaš žarf til. Žaš er gott jafnvęgi ķ lišinu og leikmenn bęta hvern annan upp og eru tilbśnir gera manninn viš hlišina į sér betri. Leikmennirnir žekkja sķn takmörk og spila einfaldan og įrangursrķkan fótbolta. Vörn lišsins hefur veriš vel skipulögš frį fremsta til aftasta manns og žegar lišiš kemst į skriš ķ sóknarleiknum standast fį liš žeim snśning enda lišiš skoraš mest allra liša ķ Landsbankadeildinni. Leikmannahópurinn er skipašur góšri blöndu reyndra og ungra manna, žetta er hópur sem bśinn er aš vera saman sķšan įriš 2000, kjarninn hefur haldist. Styrkleikamerki lišsins er einnig hversu góšir félagar žeir eru utan vallar og finnst gaman aš hittast og gera sér glašan dag en allt ķ hófi.
Hvaš meš žį spį sem lišiš fékk fyrir tķmabiliš?
Sparkfręšingar, spekingar og fjölmišlungar voru ekki bjartsżnir fyrir hönd FH įšur en tķmabiliš hófst. Įstęšurnar eru aušvitaš framganga lišsins ķ Deildarbikarnum žannig aš sś spį sem lišiš fékk var aš mörgu leyti ešlileg. Žjįlfarar og leikmenn tóku hins vegar rétt į mįlunum og nżttu sér hrakspįr į jįkvęšan hįtt og lišiš tók sig į og žar talar įrangurinn ķ deildinni og bikarnum sķnu mįli. Įstęšur višsnśningsins eru efa lķtiš aš leikmenn komust ķ betri ęfingu og žeir sem voru meiddir komust į legg į nż. En žaš sem skipti hins vegar mestu mįli er sendingin frį Danaveldi sem er vęntanlega sś besta frį žvķ landi sķšan Vędderen kom meš konungsbók Eddukvęša ķ aprķl 1971. Žeir hafa stašiš sig meš afbrigšum vel og breyttu gangi mįla hjį lišinu.
Viš hverju bżstu af FH ķ śrslitunum 27. september?
FH og ĶA eru mjög įžekk liš og eflaust veršur hart barist. Hefšin er hjį ĶA žeir hafa unniš bikarinn įtta sinnum og leikiš til śrslita sautjįn sinnum. FH hefur ekki gengiš vel meš Skagann, unnu sķšast į seinni hluta sķšustu aldar eša nįnar tiltekiš 1990, en einhver jafntefli hafa litiš dagsins ljós. Hins er žaš bęši gömul saga og nż aš žaš styttist ķ sigur eftir žvķ sem töpin verša fleiri. FH-ingar hafa harma aš hefna, oft į tķšum hafa sigrar ĶA veriš tępir og FH-ingar veriš ręndir sigri. Meš réttu spennustigi og dagsformiš ķ lagi, hugarfariš allt aš vinna engu aš tapa eru FH allir vegir fęrir. Nś er lag - Hafnfiršingar og ašrir FH-ingar - į laugardag gefst tękifęri til aš brjóta blaš ķ sögunni, en til žess žarf stušning śr įhorfendapöllum. Skagamenn lįta ekki sitt eftir liggja og styšja sķna menn į svona stundu og syngja hįtt og snjallt Kįtir voru karlar. Hafnarfjaršarmafķan fer fyrir sķnu fólki ķ stśkunni og žeir slį Dśmbó og Steina viš og meš yfirburšasigri į pöllunum fylgja strįkarnir įsamt Óla og Leifi į eftir. Lįtum nś hljóma FH-söngva og Žś hżri Hafnarfjöršur.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sęti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
48 |
2. |
Valur |
32 |
3. |
ĶA |
32 |
4. |
Keflavķk |
27 |
5. |
Fylkir |
26 |
6. |
KR |
25 |
7. |
Grindavķk |
18 |
8. |
ĶBV |
17 |
9. |
Fram |
17 |
10. |
Žróttur |
16 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
16 |
Allan |
13 |
Aušun |
5 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
Tķmabiliš bśiš ķ bili
|
2006 |
14:00
|
Kaplakriki |
|
|
|