Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Fim 25.sep 2003
Nú mæta allir!
Það styttist í stóra daginn. Bikarúrslitaleikinn. Einn mikilvægasti leikur sem FH-ingar hafa leikið í knattspyrnunni fyrr og síðar. Ef sigur vinnst, þá er einfaldlega brotið blað í hafnfirskri knattspyrnusögu. Fyrsti stóri titillinn í meistaraflokki karla í knattspyrnusögunni í Firðinum.

Það er því gríðarlega mikið í húfi.
Við FH - ingar mætum fullir af sjálfstrausti og sigurvilja til þessa leiks. En jafnframt með báða fætur á jörðinni. Leikmenn hafa sýnt það og sannað, að þeir eru meðal þeirra allra bestu á landinu. 2. sætið í úrvalsdeildinni, Landsbankadeildinni, undirstrikar það rækilega. 7- 0 sigur á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR um síðustu helgi sýnir það einnig og sannar. Við erum á sigurbraut.

En á laugardaginn byrjar nýr leikur. Þá getur allt gerst. Skaginn hefur hefðina. Við höfum viljann. Ég veit að leikmenn, þjálfarar og aðstoðarmenn eru til í slaginn. Þeir vilja sigur og setja góðan punkt aftan við frábært tímabil. Við forráðamenn félagsins í fótboltanum reynum að gera allt til að umgjörð leiksins verði glæsileg. Kröftugir og öflugir stuðningsmenn okkar geta líka skipt sköpum. Það hafa þeir sýnt og sannað - m.a. í undarúrslitunum á móti KR. Því fleiri stuðningsmenn, því betra. Þess vegna heiti ég á alla FH-inga, alla Hafnfirðinga, að fjölmenna á Laugardalsvöllinn á laugardaginn kl. 14.

Oft var þörf - nú er nauðsyn. Stöndum saman - með strákunum okkar.
Gerum 27.september 2003 að eftirminnilegum degi í knattspyrnusögu Fimleikafélags Hafnarfjarðar.
Allir á völlinn. Þetta er leikur sem enginn má missa af. Nú lætur enginn sig vanta.
Áfram FH.

Guðmundur Árni Stefánsson
formaður knattspyrnudeildar FH
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 48
2. Valur 32
3. ÍA 32
4. Keflavík 27
5. Fylkir 26
6. KR 25
7. Grindavík 18
8. ÍBV 17
9. Fram 17
10. Þróttur 16

Markahæstir

Tryggvi 16
Allan 13
Auðun 5


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U U T T U

 

 


Síðasti leikur

Fram - FH 1 5


Næsti leikur

Tímabilið búið í bili
2006

14:00

Kaplakriki

Aðalskoðun Fasteignastofan Sigga og Timo Fjölsport Laust auglýsingapláss
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim musikogsport.net musikogsport.net