Fim 25.sep 2003
Nú mæta allir!
Það styttist í stóra daginn. Bikarúrslitaleikinn. Einn mikilvægasti leikur sem FH-ingar hafa leikið í knattspyrnunni fyrr og síðar. Ef sigur vinnst, þá er einfaldlega brotið blað í hafnfirskri knattspyrnusögu. Fyrsti stóri titillinn í meistaraflokki karla í knattspyrnusögunni í Firðinum.
Það er því gríðarlega mikið í húfi.
Við FH - ingar mætum fullir af sjálfstrausti og sigurvilja til þessa leiks. En jafnframt með báða fætur á jörðinni. Leikmenn hafa sýnt það og sannað, að þeir eru meðal þeirra allra bestu á landinu. 2. sætið í úrvalsdeildinni, Landsbankadeildinni, undirstrikar það rækilega. 7- 0 sigur á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR um síðustu helgi sýnir það einnig og sannar. Við erum á sigurbraut.
En á laugardaginn byrjar nýr leikur. Þá getur allt gerst. Skaginn hefur hefðina. Við höfum viljann. Ég veit að leikmenn, þjálfarar og aðstoðarmenn eru til í slaginn. Þeir vilja sigur og setja góðan punkt aftan við frábært tímabil. Við forráðamenn félagsins í fótboltanum reynum að gera allt til að umgjörð leiksins verði glæsileg. Kröftugir og öflugir stuðningsmenn okkar geta líka skipt sköpum. Það hafa þeir sýnt og sannað - m.a. í undarúrslitunum á móti KR. Því fleiri stuðningsmenn, því betra. Þess vegna heiti ég á alla FH-inga, alla Hafnfirðinga, að fjölmenna á Laugardalsvöllinn á laugardaginn kl. 14.
Oft var þörf - nú er nauðsyn. Stöndum saman - með strákunum okkar.
Gerum 27.september 2003 að eftirminnilegum degi í knattspyrnusögu Fimleikafélags Hafnarfjarðar.
Allir á völlinn. Þetta er leikur sem enginn má missa af. Nú lætur enginn sig vanta.
Áfram FH.
Guðmundur Árni Stefánsson
formaður knattspyrnudeildar FH
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
48 |
2. |
Valur |
32 |
3. |
ÍA |
32 |
4. |
Keflavík |
27 |
5. |
Fylkir |
26 |
6. |
KR |
25 |
7. |
Grindavík |
18 |
8. |
ÍBV |
17 |
9. |
Fram |
17 |
10. |
Þróttur |
16 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
16 |
Allan |
13 |
Auðun |
5 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
Tímabilið búið í bili
|
2006 |
14:00
|
Kaplakriki |
|
|
|