www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Þri 09.sep 2003    Þessi frétt hefur verið skoðuð 106 sinnum.
this.is/pepp
Síðastliðinn vetur ákváðum við að gera alvöru úr þeirri hugmynd okkar að setja á laggirnar stuðningsmannasíðu fyrir FH. Við renndum í raun algerlega blint í sjóinn því við vissum ekki hvaða stefnu vefsíðan myndi taka til að byrja með.

Viðtökur hafa verið framar öllum vonum, um 30.000 manns hafa heimsótt this.is/fh og við viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt okkur lið í þessari vinnu.


Án þess að vilja setja sjálfa okkur á stall þá höfum við séð alla leiki FH í ár síðan þeir léku við Þrótt 22. febrúar síðastliðinn. Þykjumst við því þekkja aðeins til þess hvað liðið getur. Þeir sem eitthvað vit hafa á knattspyrnu vita vel að ekkert lið á Íslandi spilar jafn skemmtilegan bolta og FH þegar strákarnir vilja það við hafa. FH liðið vill halda boltanum öfugt við ýmis ónefnd lið. FH liðið tekur áhættu í aðgerðum sínum og sækir á mörgum mönnum í staðinn fyrir þá steingeldu stórkallaknattspyrnu sem einkennir sum lið í deildinni. FH liðið kýlir ekki boltann ómarkvisst fram á stóra sóknarmenn heldur einbeitir sér að því spila sig í gegnum andstæðinginn. FH liðið hefur á að skipa einum allra besta markverði í deildinni sem of oft er horft framhjá. FH vörnin hefur staðið sig með mikilli prýði í sumar eftir brösugt gengi á undirbúningstímabilinu. Sóknarmenn FH hafa glatt okkur með tilþrifum sem okkur hafði ekki órað fyrir og síðast en þó ekki síst FH er Íslandsmeistari í öðrum flokki. Framtíðin er því björt hjá félaginu og það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með strákunum sem komið hafa upp í gegnum unglingastarf FH. Þeir sem hafa fengið tækifæri hafa gripið það. Sverrir hefur spilað eins og sá sem valdið hefur og Emmi og Víðir hafa nýtt mínúturnar sínar vel. Svo má auðvitað ekki gleyma mönnum á borð við Magga, Gumma og Ásgeir sem aldir eru upp hjá félaginu og eru orðnir gamlir í hettunni þrátt fyrir ungan aldur.


Í vor var FH spáð erfiðu sumri og falli í flestum fjölmiðlum. Það hefur því verið gríðarlega gaman að fylgjast með strákunum sem hafa stigið fram fyrir skjöldu og axlað þá ábyrgð sem þurfti eftir hrakspár „knattspyrnuspekinga” og spilað fótbolta sem hvaða lið sem er getur verið fullsæmt af.


Eru leikmenn saddir eftir að hafa afsannað spár knattspyrnuspekinga? NEI – við erum sannfærðir um að það býr meira í hópnum. Við erum örugglega með eitt af þremur bestu knattspyrnuliðum landsins. Það vita það allir að það hefur kostað liðið blóð svita og tár (og nokkur glóðaraugu) að komast á þann stað sem það er í dag. En FH liðið er ekki hætt – nú verður að stíga skrefið til fulls og hætta að vera lofandi og efnlegt lið. Nú þarf FH að verða GOTT lið með bikar í skápnum. Við vitum að getan er til staðar. Nú þarf að beisla hæfileikana og beina þeim í réttan farveg, snúa bökum saman og einbeita sér að verkefninu framundan. KR-ingar virðast ekki hafa neinar áhyggjur af leiknum. Þeir ræða meira um hvað þeir eru flottir og lang bestir í fótbolta þessa dagana. Í leiknum gegn þeim í Frostaskjóli voru þeir langt frá því að vera betri aðilinn og nú er kominn tími til að sýna þessu svonefnda „Vesturbæjarstórveldi” hvernig á að spila almennilegan fótbolta.


Strákarnir hafa glatt stóran hóp stuðningsmanna í sumar og það hefur verið sérlega gaman að fylgjast með áhorfendaskaranum stækka með hverjum leik. Þetta knattspyrnulið er farið að skipta marga ansi miklu máli – að fara á völlinn er hætt að vera bara skemmtun fyrir stóran hluta stuðningsmanna. Þeir eru hreinlega eyðilagðir lengi á eftir ef illa gengur. Aftur á móti hafa þær stundir verið blessunarlega fáar í sumar. Öskrum okkur hás á miðvikudaginn og förum heim vitandi að við í stúkunni gerðum okkar besta. Við eigum að fara með sama hugarfari í leikinn og strákarnir okkar. Áfram FH.


Númi / Viðar
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Hraunhamar Saltkaup Avion Group Dominos Fasteignasalan Ás
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim