Sun 07.sep 2003
Pistill Orra Þórðarsonar - bikarleikur
Orri Þórðarson hefur ritað fyrir okkur pistil um bikarleikinn á miðvikudaginn og margt, margt fleira.
formáli
Viddi bað mig að skrifa nokkur um orð um bikarleikinn á miðvikudag því ég væri frábær penni. Ég veit ekki hvort hann hafi séð ritgerðina mína um Mussolini sem ég gerði í 10. bekk í Víðó eða þá líffræðiritgerðina mína um hestinn? ... whatever...en í kvöld skal ég vera frábær penni þó ég sé með frekar dökkar geirvörtur en það hefur þó ekki háð mér hingað til en þá byrjum við þetta (þrjár samskonar samtengingar?!! er þetta stílbrigði, vanþekking eða leti?)
Jejeje
Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn gegn KR og ég held að þetta gæti orðið skemmtilegur leikur. KR-liðið virðist loksins vera að hrökkva í gang og okkar strákar hafa spilað skemmtilegan bolta í sumar. Ég held að flestir búist við KR-sigri enda eru menn þar á bæ byrjaðir að tala um að vinna tvöfalt sem eðlilegt er. Pressan er öllu minni okkar megin sem gæti hjálpað strákunum að koma í rétt stemmdir til leiks. Ég held að það sé farsælast að leggja upp með að spila okkar leik, við höfum ekkert verið sérstakir í þeim leikjum þar sem við höfum legið til baka. Það eru hinsvegar ákveðnir þættir sem við þurfum að hafa í huga þegar við mætum KR. Liðið þarf að vera þétt og ekki láta myndast mikið bil milli varnar og miðju þar sem bæði Veigar Páll og Arnar Gunnlaugs vilja gjarnan fá boltann í lappirnar. Ég býst við að Óli spili með þriggja manna miðju og leggi jafnvel upp með að Heimir sitji dáldið í þessu svæði. Svo þurfum við náttúrulega að láta finna fyrir okkur og spila mjög fast gegn þessum senterum sem og öllu KR-liðinu. Taka Claudio Gentile á þetta eða þá bara Mal Donaghy, Bigga Skúla, Jóstein Einarsson....! HVAÐ ER AÐ FOCKING GERAST það er einhver bresk mynd í ríkissjónvarpinu sem heitir Sons and lovers og svo ég vitni í hvað stendur á textavarpinu um hana þá gerist myndin í Nottinghamskíri um aldamótin 1900 og segir frá drykkfelldum námumanni, vansælli konu hans og börnum þeirra. Hljómar spennandi ekki satt? Það eru liðnar svona 20 mínútur og ég horfi svona á þetta með öðru auganu um leið og ég skrifa þennan pistil en það eru búnar að vera svona 8-9 samfarasenur! Það er Sarah Lancashire sem leikur vansælu eiginkonuna og ferst það vel úr hendi. Hún er eiginlega bara eymdin uppmáluð og ekkert sérstaklega sæt. Það er slæmt að Jónsi og Gummi Sæv geta ekki verið með en maður kemur í manns stað. Ég gæti trúað að liðið verði svona: Daði í markinu-Maggi, Tommy, Sverrir og Freyr í vörninni-Heimir, Baldur og Geiri á miðjunni-Emmi, Allan og Atli Viðar frammi. Allan og Atli Viðar gætu skipst á að finna svæði hægra megin en það er um að gera að láta Emma keyra hægri bakvörðinn hjá KR sem ég held að sé Jökull Elísarbetarson en Emmi er nú búin að fara illa með KR-inga í hans aldursflokki í gegnum tíðina og ég held að þeir séu ekkert spenntir að mæta honum. Það er mín trú að ef við spilum agað og látum boltann rúlla þá vinnum við KR-ingana því við erum alls ekki með slakara lið. Akkúrat núna var Clapton að ljúka sér af með Let it grow sem er seinasta lagið af best of diski og Bubbi og Rúnar komnir á fullt með Mýrdalssandinn þegar sá diskur klárast byrjar geislaspilarinn átómatískt á þeim þriðja sem er Nashville Skyline með Bobby D. Stuðningur áhorfenda er mjög mikilvægur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann frábæra stuðning sem KR-ingar fá en ég held að stuðningsmenn fimleikafélagsins verði ekki færri í stúkunni. Ég veit að Árni Björn situr áreiðanlega í þessum skrifuðu orðum á Súfistanum og planar svaka geim fyrir leikinn sem á að vera í Fjörukránni. Það verður örugglega auglýst á síðunni en ég hvet ykkur til að koma þangað fyrir leik og mynda stemmningu.
Peace brother
En ég segi bara áfram FH og reynum einu sinni að vinna alvöru titil, þetta er orðið neyðarlegt. Nú eru Bubbi og Rúnar að syngja Þitt síðasta skjól sem er texti um hve óþörf herstöðin á Miðnesheiði er og tek ég undir það með þeim félögum. Í umræðunni sem er búin að vera um herstöðvarmálið undanfarna mánuði kristallast meðvitundarleysi íslenskrar þjóðar gagnvart stöðu sinni og hlutverki í heiminum. Getur verið að sagan dæmi þessa umræðu sem eina mestu niðurlægingu þjóðarinnar. Þegar meira að segja stríðshaukarnir í Washington hafa komið auga á tilgangsleysi herstöðvarinnar og vilja fara, þá fá Davíð og Halldór lánaðar hnéhlífarnar hans Gumma Gumm og fara á skeljarnar. Bera fyrir sig allskonar kjaftæði um að hér verði að vera lágmarksvarnir (sem enginn hefur skilgreint), orustuþotur og bla...bla...bla . Umræðan hefur gengið í hringi um nýju fötin keisarans, það vantaði bara barnsrödd sem segði: ,,maðurinn er ber”! Einar Þveræingur gæti kommentað á þetta líka. Og Davíð og Halldór eru sárir, gráti nær og lái þeim hver sem vill. Þeir voru búnir að vera svo handgengnir Bush-stjórninni, staðið með þeim í Íraksstríðinu sem hefur sennilega grafið meira undan Sameinuðu þjóðunum en nokkur annar einstakur atburður. Nei, við erum búnir að gleyma þeim heitum sem ung, sjálfstæð þjóð strengdi að nýfengnu sjálfstæði. Íslendingar vilja vera feitir þjónar. Sinnulausir.
Stóðlífinu í Nottinghamskíri sem Kristrún Þórðardóttir snaraði yfir á íslensku var að ljúka og þá er fínt að setja. Sjáumst á vellinum, eða á djamminu eða í teknó.
Orri Þórðarson stundum nefndur bruno bambino
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
48 |
2. |
Valur |
32 |
3. |
ÍA |
32 |
4. |
Keflavík |
27 |
5. |
Fylkir |
26 |
6. |
KR |
25 |
7. |
Grindavík |
18 |
8. |
ÍBV |
17 |
9. |
Fram |
17 |
10. |
Þróttur |
16 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
16 |
Allan |
13 |
Auðun |
5 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
Tímabilið búið í bili
|
2006 |
14:00
|
Kaplakriki |
|
|
|