Mið 11.feb 2004 Þessi frétt hefur verið skoðuð 204 sinnum.
Henning Henningsson
Henning Henningsson segir frá veru sinni í FH
Ég er nú líklega einn af fáum Hafnfirðingum sem geta sagst vera bæði FH-ingur og Haukamaður, og líklega jafn mikið af báðu. Ég spilaði fótbolta með FH og körfubolta með Haukum. Ég gat ómögulega gert upp á milli hvora íþróttina ég ætti að velja og spilaði því körfuna á veturna en á vorin voru takkaskórnir dregnir fram og í þeim var göslast fram á haust. Ég slapp því að mestu við drulluæfingarnar á mölinni í Kaplakrika síðla vetrar og á vorin, en ég byrjaði yfirleitt að æfa um það leyti sem grasið fór að grænka.
Ég lék f ótbolta með meistaraflokki FH á þeim árum sem félagið gat ekki ákveðið sig hvort það ætlaði að vera fyrstu eða annarrar deildar klúbbur, og var því rokkað talsvert á milli deilda á þessum árum. Þetta var mjög skemmtilegur og ógleymanlegur tími og þarna eignaðist ég nokkra af mínum bestu vinum í dag. Æfingaferðirnar voru ekki af verri endanum en tvær þeirra voru farnar í Karabíska hafið, til Jamaica og hins vegar til Cayman Islands. Það var Þórir Jóns sem átti heiðurinn af þessum ferðum og hann sá einnig um að passa að Höddi Magg týndist ekki :)
Ég man ekki hversu marga leiki ég lék með mfl. FH en ég held að ég hafi leikið c.a. 50 leiki í efstu deild fyrir félagið. Af “óskiljanlegum ástæðum” var hlutskipti mitt í FH liðinu að verjast og þess vegna skoraði ég aðeins eitt mark í efstu deild. Það mark muna hins vegar margir sem eitt af glæsilegustu mörkum sem skoruð hafa verið í Krikanum, en þetta var þrumuskalli frá vítateigslínu (óprúttnir segja að það hafi verið skotið í hausinn á mér). Þetta var í stöðunni 0-3 gegn Víkingi og 20 mín eftir af leiknum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um framhaldið en leikurinn vannst 4-3 á ævintýralegan hátt. Þeir þjálfarar sem stýrðu liðinu á þessum árum voru m.a. Óli Jó (hinn eini sanni), Ingi Björn Albertsson, Logi Ólafs., Hörður Hilmars., Ian Flemming (sá spilaði með Morgan Kane bækur í stað legghlífa).
Árið 1991 lagði ég fótboltaskóna á hilluna (þá 26 ára) og ákvað að helga körfunni seinni hluta ferilsins enda var ég í landsliðinu í körfu á þeim árum. Tengslin við knattspyrnudeild FH hafa að miklu leyti rofnað (nema þau tilfinningalegu), en ég hitti þó fyrrum fótboltafélaga einu sinni í viku yfir vetrartímann sem félagi í “Lækers” (körfubolti spilaður í Lækjarskóla) þannig fær maður update á því sem er að gerast hjá deildinni. Ég þjálfa í dag hjá Haukum í körfu, auk þess sem ég þjálfa stúlknalandsliðið.
Myndir
|
Henning í baráttu við Guðna Bergsson í Krikanum.
|
|
Tæklaður af Gunnari Oddssyni Keflvíkingi.
|
|
Frá vinstri: Guðmundur Hilmarsson, David Moyes eldri (faðir núverandi stjóra Everton) Leifur Garðarsson, Jón Rúnar Halldórsson, Ian Flemming, Guðjón Guðmundsson og Henning Henningsson.
DV-mynd. Þess má geta að aftan á úrklippunni er frétt þess efnis að Maradona hafi skorað tvö mörk fyrir Napoli gegn Udinese. Einnig er þar mynd af Ben Johnson sem deginum áður hafði sett heimsmet í 50 metra hlaupi.
|
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
36 |
2. |
KR |
30 |
3. |
Valur |
29 |
4. |
Keflavík |
24 |
5. |
Breiðablik |
23 |
6. |
ÍA |
22 |
7. |
Víkingur |
21 |
8. |
Fylkir |
21 |
9. |
Grindavík |
19 |
10. |
ÍBV |
15 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
8 |
Atli Viðar |
4 |
Allan Dyring |
4 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KF Nörd
|
4. okt. |
?:?
|
Laugardalsvöllur |
|
|
|