Mán 03.nóv 2003 Ţessi frétt hefur veriđ skođuđ 249 sinnum.
Jón Erling Ragnarsson
Jón Erling Ragnarsson segir frá veru sinni í FH
|
Ljósmynd: Erlingur Kristjánsson |
Ég hef veriđ FH-ingur frá ţví ég man eftir mér og hef örugglega veriđ hvađ lengst í félaginu miđađ viđ aldur…….. enda ađ sögn „ólyginna“ skráđur í félagiđ strax eftir fćđingu. Á mínu ćskuheimili var umrćđuefniđ iđulega íţróttir og ţá oftast FH í nútíđ og fortíđ. Í minningunni eyddi ég allri ćskunni í íţróttir, ćfđi allar hugsanlegar greinar, handbolta, fótbolta, golf, badminton og já jafnvel körfubolta međ Haukum. Á sumrin átti ég skemmtileg ár á „hólnum“ á Hörđuvöllum. Leiđbeinendur voru ekki ađ verri endanum, Geiri Hall, Ţórir Jóns, Gunni Einars, Leibbi Helga svo einhverjir snillingar séu nefndir. Iđulega valdi mađur fótbolta, en lagđist í „ţunglyndi“ ef manni var ţröngvađ í „leiki í brekkuna“ eđa „pílukast bakviđ skúr“. Ađ loknu námskeiđi var hlaupiđ beint upp í Snorrabakarí til pabba og Begga frćnda og vćldur út snúđur og logiđ ađeins til um hvađ mađur hafđi skorađi mörg mörk.
Á unglingsárunum var ég frekar seinţroska og ekki munađi miklu ađ ég heltist úr lestinni í boltaíţróttunum og snéri mér alfariđ ađ golfinu sem ég hafđi tekiđ miklu ástfóstri viđ. En sumariđ sem ég varđ 18 ára urđu mikil kynslóđaskipti í knattspyrnunni og ţá völdu ţeir Albert Eymunds og Leifur Helga mig fyrst í meistaraflokkshópinn í fótbolta. Ég náđi einhvern veginn ađ klúđra inn einhverjum mörkum í 2. deildinni ţađ sumar, án ţess ađ vera mikiđ áberandi. Fyrir voru frábćrir leikmenn og karakterar eins og Viddi Halldórs og Dóri bróđir hans, Óli Dan, og Pálmi Jóns svo einhverjir snjallir séu nefndir, ađ ógleymdum sennilega ţeim besta sem mađur spilađi međ í FH, Ţórir Jóns sem var hćttur og lék bara sýningarleiki međ B-liđinu. Á ţessum árum var ég einnig kominn í meistaraflokkshópinn í handboltanum hjá Geira Hall. Nćstu árin í handboltanum voru ógleymanleg, margir titlar unnust, og frábćr árangur náđist í Evrópukeppni enda nokkrir leikmenn í heimsklassa innanborđs. Á ţessum tíma lék ég bćđi međ 21 árs landsliđinu í handbolta og fótbolta. 21 árs skrifađi ég síđan undir samning viđ Viking Stavanger í Noregi, og ţá var ljóst ađ ég ţyrfti ađ velja á milli íţróttagreina, og eđlilega var ţađ fótboltinn fyrir valinu og Handball Special skórnir lagđir á skóhilluna. Noregsćvintýriđ klúđrađist ađ mestu vegna erfiđra veikinda sem héldu mér frá íţróttum í rúmt ár og minnstu munađi ađ allir mínir íţróttaskór fćru á sömu hillu. Um mitt sumariđ 1989 skildu síđan leiđir tímabundiđ viđ FH í fótboltanum. Ekkert nema gott um ţá ákvörđun ađ segja, FH lék frábćrlega ţađ sumar og ferill minn fékk endurnýjun lífdaga hjá ţá „Safarmýrastórveldinu“ Fram. Međ Fram átti ég mín bestu ár í fótboltanum undir stjórn snillingsins Ásgeirs Elíassonar, í hreint frábćru liđi. Viđ urđum Íslandsmeistarar 1990, lékum fjölmarga leiki í Evrópukeppni viđ stórliđ eins Barcelona og Panathiakos og fleiri, sem og vígđum nýjan grasvöll í Borgarnesi svo ţađ helsta sé nefnt. Ég lék međ Fram í 3 ógleymanleg ár, en vildi koma aftur og enda ferilinn í Krikanum sem ég og gerđi fyrir óteljandi árum síđan. Í gegnum ferillinn lék ég ávallt í vinstra horninu í handbolta og í framlínunni í fótboltanu, ef frá er talin einn seinni hálfleikur er Logi Ólafs landsliđseinvaldur lét mig spila vinstri bakvörđ – en ţađ gerđist ekki aftur, ég sá til ţess. Í dag starfa ég sem framkvćmdastjóri hjá Allied Domecq Spirits & Wines og er ađ mestu hćttur öllum boltaleik, hef alltaf veriđ međvitađur um ađ áfengi og íţróttir fara illa saman! En held ţó enn sambandi viđ marga góđa félaga í boltanum. Á veturnar leik ég körfu í Litla húsinu međ Lćkers sem samanstendur af gömlum félögum úr fótboltanum. Á sumrin hef ég dustađ rykiđ af golfkylfunum og síđustu tvö ár leikiđ einu sinni í viku međ gömlum félögum úr handboltanum. Síđustu árin hef ég ţví miđur fariđ frekar óregulega á leiki í boltanum, en í stađinn á leikdegi, međ hvađ flestar snertingar á landsvísu á síđu 390 í textavarpinu. Í dag bý ég á ćskuslóđum í Hafnarfirđinum, međ fjórum gullfallegum dömum.
Áfram FH.
Myndir
|
Efri röđ frá vinstri: Stefán Arnarson, Jón Erling Ragnarsson, Petr Mrazek, Hörđur Magnússon, Hallsteinn Arnarson.
Neđri röđ frá vinstri: Ţorsteinn Jónsson, Ţórhallur Víkingsson, Andri Marteinsson, Drazen Podunavac, Auđunn Helgason
Mynd: Erlingur Kristjánsson
|
|
Mynd og texti úr leikskrá FH'87 |
|