www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Þri 07.okt 2003    Þessi frétt hefur verið skoðuð 197 sinnum.
Guðmundur Hilmarsson
Guðmundur Hilmarsson segir frá veru sinni í FH

Guðmundur á Jamaica
Frá æfingaferð til Jamaíku 1991. Ljósm: Björn Jónsson.

Í 13 ár stóð ferillinn yfir með meistaraflokki FH og það er óhætt að segja að þegar litið er til baka kvikna ótal minningar frá þessum árum bæði innan sem utan vallar. Óharðnaður unglingurinn steig stóra skefið inn í meistaraflokkinn 17 ára gamall. Viddi Halldórs, Helgi Ragg, Janus, Leifur Helga, Þórir Jóns svo einhverjir séu nefndir voru kóngar á þessum árum og fyrsta sumarið undir stjórn Árna Njálssonar líður manni seint úr minni. Um vorið var haldið í „æfingaferð“ til Ibiza sem var fyrsta utanlandsferðin af mörgum sem maður átti eftir að fara með FH, oftast undir stjórn Þóris Jónssonar. Á Ibiza fékk maður eldskírn á hinum ýmsum sviðum og fékk að kynnast uppátækjum, glens og gríni sem einkenndi þennan hóp með gleðipinnann Helga Ragg í broddi fylkingar. Þetta ár lékum við í gömlu 2. deildinni en unnum okkur sæti í 1. deildinni um haustið með glæsibrag. Ásgeir Elíasson tók við þjálfun liðsins 1980 og því sumri gleymi ég ekki. Í lokaumferðinni í leik á móti Þrótti sem við urðum að vinna til að hanga uppi var stráknum skipt inná og viti menn. 5 sekúndum eftir innáskiptingu seint í síðari hálfleik kom fyrsta markið mitt fyrir meistaraflokk FH. Við unnum, 3:2 og héldum sæti okkar í deildinni. Það skiptust á skin og skúrir næstu ár á eftir. Við rokkuðum á milli deilda og skiptum um þjálfara trekk í trekk en sumarið 1988 urðu ákveðin kaflaskil. Geysilega samhentur hópur var þetta árið og undir stjórn Óla Jó unnum við yfirburðarsigur í 2. deildinni. Lokakaflarnir í ferli mínum með FH voru eftirminnilegir. Við misstum af gullnu tækifæri til að hampa Íslandsmeistaratitlinum 1989, eins og maður er oft og iðulega minntur á, fyrstu Evrópuleikir FH urðu staðreynd og sérstaklega er mér minnistæður leikurinn við Dundee United í Skotlandi. Staðan eftir 20 mínútna leik var, 2:0, og við hreinlega spurðum hvorn annan inni á vellinum hvort við ætluðum virkilega að slá Skotanna út en Dundee United var á þessum árum eitt besta lið Skotlands. Leikurinn endaði svo 2:2 en við fórum mjög stolir af leikvelli en þjálfari Dundee United var kolbrjálaður og leyfði til að mynda ekki leikmönnum sínum að hafa peysuskipti við okkur. 1991 var komið að leiðarlokum hjá mér og FH. Þetta sumar töpuðum við bikarúrslitaleik við Val en eftir tímabilið ákvað ég að segja stopp. Við Pálmi Jóns réðum okkur sem þjálfarar og leikmenn Reynis Sandgerðis og þar hófst nýr og skemmtilegur kafli í knattspyrnuferli mínum. Ég þjálfaði Reyni í þrjú ár með góðum árangri en lék með því í fjögur, það síðasta undir stjórn Leifs Helgasonar þegar við komumst upp í 1. deild. 35 ára gamall lagði ég skóna formlega á hilluna. Um 300 leikir að baki með FH og nokkrir tugir með Reynismönnum og ég held ég get sagt með góðri samvisku að ferillinn hafi verið farsæll og ákaflega skemmtilegur tími í lífi mínu. Fótbolti og íþróttir almennt hafa verið stór partur af lífinu. 5 ára gamall var ég byrjaður að æfa fótbolta og handbolta og undanfarin 14 ár hef ég verið í föstu starfi sem íþróttafréttamaður, fyrst á DV og síðustu þrjú árin á Morgunblaðinu. Börn okkar Siggu eru þrjú sem öll eru á kafi í knattspyrnunni hjá FH svo það er sem betur fer ekkert á stefnuskránni að rjúfa tengslin við Fimleikafélagið sem hefur gefið mér svo mikið. Við höfum reynt að halda hópinn nokkrir úr gamla liðinu og undanfarin ár höfum við hist einu sinni í viku yfir vetrartímann og spilað körfu í gamla íþróttahúsinu í Lækjarskólanum. Bjössi Jóns, Leifur Garðars, Jón Erling, Maggi Páls, Pálmi Jóns, Ingi Inga, Jón Þór Brands, Henning og Gaui Árna eru í þessum fríða og föngulega hópi sem jafnan rifjar um gamla og góða tíma með FH og þá oftar en ekki æfingaferðirnar frægu til Cayman og Jamaíku.


Ég vil nota tækifærið og óska FH-ingum til hamingju með frábæran árangur í sumar og miðað við efniviðinn sem við FH-ingar eigum þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni ef rétt verður haldið á spilunum.


Guðmundur Hilmarsson


Myndir


Björn og Atli

Guðmundur bjargar marki gegn KR í Frostaskjóli 1986. Leikurinn fór 1:1. Júlíus Þorfinnsson skoraði fyrir KR strax á annari mínútu með því að vippa yfir Gunnar Straumland í marki FH. Ingi Björn Albertsson jafnaði fyrir FH á 32. mínútu með stórglæsilegu skoti upp í vinkilinn.


Guðmundi lagðar lífsreglurnar eftir að hann hafði skammað leikmann KR sem áður hafði tæklað Gunnar Straumland, markvörð FH.


Guðmundur stöðvar KA manninn Örn Viðar Arnarson í Krikanum 22. maí 1989. Leikurinn fór 0:0 en FH-ingar áttu skot í slá og niður á línu á 85. mínútu.

Myndir úr safni Guðmundar Hilmarssonar


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Saltkaup Dominos Fasteignasalan Ás Hraunhamar Avion Group
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim