Sun 07.sep 2003
Viðtal við Allan Borgvardt
|
Mynd: this.is/fh |
Aftur höfum við fengið leyfi hjá þeim á fotbolti.net að birta viðtöl þeirra við FH-inga. Nú er það Allan Borgvardt sem sýnir á sér hina hliðina en Tommy Nielsen mun einnig gera það á næstunni.
1. Fullt nafn: Allan Borgvardt
2. Gælunafn: Ali
3. Aldur: 23
4. Giftur/sambúð?: Kærasta
5. Börn: Nei
6. Hvað eldaðir þú síðast?: Lasagne….ég bý til stórkostlegt lasagne.
7. Hvernig gemsa áttu?: Nokia 6510
8. Uppáhaldssjónvarpsefni?: Casper og Mandrilaftalen
9. Besta bíómyndin?: Pulp Fiction eða Trainspotting….erfitt að velja á milli
10. Hvaða tónlist hlustar þú á?: Doors, Strokes, Beck, Blur, Coldplay, Radiohead, Oasis og margt annað….
11. Uppáhaldsútvarpsstöð?: X-ið og radio Reykjavik, þess háttar tónlist er ekki mikið spiluð í dönsku útvarpi.
12. Uppáhaldsdrykkur?: En kold øl…
13. Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?) Nei…
14. Hvernig er best að pirra andstæðinginn?: Að spila betur en hann.
15. Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?: Romario
16. Erfiðasti andstæðingur?: KR verða erfiðir í undanúrslitum bikarsins.
17. Besti samherjinn: Þeir eru margir góðir.
18. Sætasti sigurinn?: Sá síðasti.
19. Mestu vonbrigði?: Að hafa ekki leikið með U-21 landsliði Danmerkur.
20. Uppáhalds lið í enska boltanum: Man City.
21. Uppáhaldsknattspyrnumaður?: Anelka
22. Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar?: Sigurvinsson og Eiður Guðjohnsen
23. Efnilegasti knattspyrnumaður landsins?: Sverrir Garðarsson
24. Fallegasta knattspyrnukonan? Það eru nokkrar í KR.
25. Grófasti leikmaður deildarinnar?: Það eru nokkrir…
26. Hver er mesti höstlerinn í liðinu?: Það hlýtur að vera Daði. Það ganga ýmsar sögur um hann.
27. Hefurðu skorað sjálfsmark: Já og það var raunar mjög flott
28. Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hef spilað leik sem þurfti að gera hlé á vegna þess að áhorfandi henti gerfityppi á völlinn.
29. Spilarðu CM (tölvuleikinn)? Nei
30. Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaflokki? Mars ´99
31. Eru FH-ingar byrjaðir að ræða við þig um nýjan samning fyrir næsta sumar? Nei
32. Kemur til greina af þinni hálfu að leika hér á Íslandi aftur næsta sumar? Hmmmm
33. Myndirðu íhuga að fá þér íslenskan ríkisborgararétt til að verða gjaldgengur í íslenska landsliðið? Nei
34. Hvernig finnst þér íslenska deildin? Þetta er góð deild og ég ber mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta.
35. Áttu þér uppáhaldsmark? Þau mikilvægu
36. Hvað ertu menntaður? Ekkert
37. Kemst íslenska landsliðið á EM 2004? Ég vona það en það verður óneitanlega erfitt gegn Þjóðverjum.
|