www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Þri 18.nóv 2003    Þessi frétt hefur verið skoðuð 273 sinnum.
Arnar Ægisson
Arnar Ægisson er FH-ingurinn

1) Af hverju FH?
Ég byrjaði 6 ára að æfa og þá var að sjálfsögðu farið með mig í FH og þá var Albert Eymundsson að þjálfa. Hann náði til mín, allavega það mikið að það finnast ekki harðari FH-ingar en ég er. Faðir minn er líka FH-ingur, þrátt fyrir að hafa lent upp á kant við þjálfara sinn út af bítlahárinu sínu og farið í Hauka í 1-2 ár. Síðan hef ég leikið og þjálfað á Krikanum í ein 21 ár.

2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.
Þeir renna nú allir saman í eitt, því ég hóf að vinna hjá Ragga Jóns, vallarstjóra á Krikanum 13 ára gamall. Ég vann á Krikanum í 7 ár, sem þræll hjá Ragga, í knattspyrnuskólanum hjá Janusi, flokksstjóri hjá Gauja Árna og síðan tók ég við af Gauja í nokkra mánuði þegar hann hætti sem vallarstjóri. Ég bjó því meira og minna í Krikanum mín unglingsár. En sá sem stendur upp úr var Fylkisleikurinn ´89.

3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik.
Í september 1989 situr enn leikur í manni vegna þess að þegar við fengum botnlið Fylkis í heimsókn og vorum efstir í deildinni fyrir síðasta leikinn. Eina sem við þurftum að gera var að vinna botnlið Fylkis sem átti litla möguleika á að halda sér uppi í efstudeildinni. Það fór eins og það fór og Fylkismenn hlupu sigurhring á Krikanum eftir leikinn, þangað til Pétur Stef tilkynnti í hátalarakerfið að Fylkismenn væru fallnir. Það hvarf brosið á andlitum þeirra fljótt.

Ég heyrði eftir leikinn að Óli Jó, spilandi þjálfari FH-inga að hann hefði hent takkaskónum sínum í ruslið eftir leik og ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun.


4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna?
Líklega er það Andri Marteinsson. Hann var á toppnum þegar ég var að spila með yngri flokkum FH og lék sömu stöðu og hann. En Hallsteinn Arnarson var einnig í miklu uppáhaldi eftir að ég fattaði að fótbolti snérist um meira en að taka menn á og gera flotta hluti. Svo var Petr Mrazek ótrúlega seigur. Þetta eru þeir sem komu efst í huga mér að Hödda Magg frænda ólöstuðum sem gat skorað að vild og vann ófáa leikina fyrir okkur.

5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum?
Líklega er það fjórða mark FH þegar við stálum sigrinum af Víkingum. Þeir voru komnir þremur mörkum yfir og við tókum þá 4-3. Ég sat í brekkunni bak við markið þegar 4 markið kom og ég man að þetta kenndi mér að enginn leikur er tapaður fyrr en dómarinn flautar leikinn af.

6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?
Efst í huga manns hljóta að vera viðureignirnar við KR í lok sumars. Fyrst rúlluðum við þeim upp í bikarnum á Laugardalsvelli og síðan tókum við þá í kennslustund í Krikanum 7-0. Þetta er svona það sem hlýjar manni um hjartaræturnar í dag. Sú versta stund er óljós, ef til vill upp á Skaga 2001 þegar við fórum upp úr 1. deild og töpuðum í undanúrslitum bikarsins gegn ÍA 2-1 á skíta marki á síðustu sekúndum leiksins. En síðan er nú trollering Péturs Ormslev í Krikanum þegar við héldum að við værum komnir upp í efstu deild. Þetta var stutt gaman og ekki skemmtileg stund fyrir mig persónulega sem var þá framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH.

7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju?
Ég myndi vilja fá Hilmar Björnsson aftur, halda Allan, fá Hannes Sig heim frá Noregi og Adda Vidd heim fyrir næsta tímabil. Þetta myndi tryggja okkur titilinn næsta sumar. Stefán Þórðarson hjá ÍA fer mest í taugarnar á mér og þann mann myndi ég aldrei vilja fá í FH.

8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?
Fylkisgrýlan er slæm en við virðumst aldrei ná að taka ÍA á heimavelli.

9) Hverju myndir þú breyta hjá FH?
Það er ekki staður né stund fyrir úthúðanir á Aðalstjórn en í Knattspyrnudeildinni verðum við að fá ferska menn inn í stjórn til þess að við stöðnum ekki. Ég met mikils það starf sem núveranda stjórnarmenn inna að hendi en ég vil fá 3-4 yngri menn í stjórnina til að aðstoða þessa ágætu menn.

10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?

Þetta er ekki auðvelt.

Stefán Arnarson
Hilmar Björnss– Auðunn Helga– Sverrir Garðars – Óli Krisjáns
Hallsteinn Arnarss– Andri Marteins - Heimir Guðjóns – Addi Vidd
Allan Borgvardt – Höddi Magg (í því formi sem hann er í núna.)


11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi?
Manchester United að sjálfsögðu.

12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?
Í Meistaradeild Evrópu að keppa við Manchester United í Krikanum með yfirbyggða stúku.

<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Saltkaup Fasteignasalan Ás Avion Group Dominos Hraunhamar
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim