Sun 06.júl 2003
Viðtal við Daða Lárusson
|
Mynd: this.is/fh |
Þeir hjá Fótbolta.net hafa verið svo góðir að leyfa okkur að birta hér viðtal frá þeim við Daða Lárusson
Fullt nafn: Daði Lárusson
Gælunafn: Bleiki fíllinn
Aldur: 30
Giftur/sambúð: Nei
Börn: Nei
Hvað eldaðir þú síðast?: Satay kjúklingasalat
Hvernig gemsa áttu?: Sony Ericsson
Uppáhaldssjónvarpsefni?: Seinfeld og Cold feet
Besta bíómyndin?: Pulp fiction
Hvaða tónlist hlustar þú á?: Interpol er í spilaranum í dag en annars er ég með mjög víðan tónlistarsmekk.
Uppáhaldsútvarpsstöð?: X-ið og Útvarp Saga
Uppáhaldsdrykkur?: Malt og Appelsín með jólamatnum það verður ekkert mikið betra en það .
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): Nei, en móðir mín hrækti iðulega á eftir mér hér áður fyrr, það má vel vera að það hafi verið einhver hjálp í því.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn?: T.d með því að loka búrinu.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?: Öllum liðunum í utandeildinni fyrir utan stórveldi fc kidda og ég vænti þess að fá sokkasamning þar eftir að minni veru í efri deildum lýkur.
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?: Dassajev markvörður fyrrum Sovétríkjannna.
Erfiðasti andstæðingur?: Davíð leðurhommi Ólafsson er örugglega leiðinlegasti andstæðingurinn sökum þess að hann hefur tileinkað sér þá ömurlegu skottækni að tjippa alltaf þegar hann kemst í skotfæri.
EKKI erfiðasti andstæðingur?: Leifur (næstum því meter) Garðarsson
Besti samherjinn?: Af öllum öðrum ólöstuðum sem ég hef spilað með þá fær Heimir Guðjónsson þann titil.
Sætasti sigurinn?: Úrslitaleikur deildarbikars 2002
Mestu vonbrigði?: Undanúrslitin í bikarnum 2000
Uppáhalds lið í enska boltanum?: Rauðu djöflarnir
Uppáhaldsknattspyrnumaður?: Zidane
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar?: Sigurður Jónsson
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins?: Ég gæti nefnt nokkra úr FH.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í Símadeildinni?: Ég ætla ekki að fara láta hugann reika um það.
Fallegasta knattspyrnukonan?: Gerða systir
Grófasti leikmaður deildarinnar?: Pass
Besti íþróttafréttamaðurinn?: Hörður Magnússon og leðurhommarnir.
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn?: Það er einn arfaslakur og ég læt það ekki uppi hver það er.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu?: Sverrir Garðars er mjög efnilegur foli.
Hefurðu skorað sjálfsmark?: Já alveg fullt af þeim! Með höndunum þó aðallega.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í háskólaboltanum í USA gerðist það að kantmaður eins liðs sem við spiluðum á móti kastaði upp þrisvar sinnum á völlinn en hélt samt alltaf áfram, aðdáunarverð seigla þar á ferð.
Spilarðu CM (tölvuleikinn)?: Nei
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaflokki?: Bikarleikur á móti Keflavík 1992
|