Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Sun 06.júl 2003
Viðtal við Daða Lárusson
Mynd: this.is/fh
Þeir hjá Fótbolta.net hafa verið svo góðir að leyfa okkur að birta hér viðtal frá þeim við Daða Lárusson

Fullt nafn: Daði Lárusson

Gælunafn: Bleiki fíllinn


Aldur: 30


Giftur/sambúð: Nei


Börn: Nei


Hvað eldaðir þú síðast?: Satay kjúklingasalat


Hvernig gemsa áttu?: Sony Ericsson


Uppáhaldssjónvarpsefni?: Seinfeld og Cold feet


Besta bíómyndin?: Pulp fiction


Hvaða tónlist hlustar þú á?: Interpol er í spilaranum í dag en annars er ég með mjög víðan tónlistarsmekk.


Uppáhaldsútvarpsstöð?: X-ið og Útvarp Saga


Uppáhaldsdrykkur?: Malt og Appelsín með jólamatnum það verður ekkert mikið betra en það .


Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): Nei, en móðir mín hrækti iðulega á eftir mér hér áður fyrr, það má vel vera að það hafi verið einhver hjálp í því.


Hvernig er best að pirra andstæðinginn?: T.d með því að loka búrinu.


Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?: Öllum liðunum í utandeildinni fyrir utan stórveldi fc kidda og ég vænti þess að fá sokkasamning þar eftir að minni veru í efri deildum lýkur.


Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?: Dassajev markvörður fyrrum Sovétríkjannna.


Erfiðasti andstæðingur?: Davíð leðurhommi Ólafsson er örugglega leiðinlegasti andstæðingurinn sökum þess að hann hefur tileinkað sér þá ömurlegu skottækni að tjippa alltaf þegar hann kemst í skotfæri.


EKKI erfiðasti andstæðingur?: Leifur (næstum því meter) Garðarsson


Besti samherjinn?: Af öllum öðrum ólöstuðum sem ég hef spilað með þá fær Heimir Guðjónsson þann titil.


Sætasti sigurinn?: Úrslitaleikur deildarbikars 2002


Mestu vonbrigði?: Undanúrslitin í bikarnum 2000


Uppáhalds lið í enska boltanum?: Rauðu djöflarnir


Uppáhaldsknattspyrnumaður?: Zidane


Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar?: Sigurður Jónsson


Efnilegasti knattspyrnumaður landsins?: Ég gæti nefnt nokkra úr FH.


Fallegasti knattspyrnumaðurinn í Símadeildinni?: Ég ætla ekki að fara láta hugann reika um það.


Fallegasta knattspyrnukonan?: Gerða systir


Grófasti leikmaður deildarinnar?: Pass


Besti íþróttafréttamaðurinn?: Hörður Magnússon og leðurhommarnir.


EKKI besti íþróttafréttamaðurinn?: Það er einn arfaslakur og ég læt það ekki uppi hver það er.


Hver er mesti höstlerinn í liðinu?: Sverrir Garðars er mjög efnilegur foli.


Hefurðu skorað sjálfsmark?: Já alveg fullt af þeim! Með höndunum þó aðallega.


Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í háskólaboltanum í USA gerðist það að kantmaður eins liðs sem við spiluðum á móti kastaði upp þrisvar sinnum á völlinn en hélt samt alltaf áfram, aðdáunarverð seigla þar á ferð.


Spilarðu CM (tölvuleikinn)?: Nei


Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaflokki?: Bikarleikur á móti Keflavík 1992


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 45
2. Valur 32
3. ÍA 26
4. Keflavík 24
5. KR 22
6. Fylkir 20
7. Fram 17
8. ÍBV 17
9. Grindavík 15
10. Þróttur 10

Markahæstir

Allan 13
Tryggvi 13
Auðun 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U U U U T


Síðasti leikur

ÍA - FH 2 1


Næsti leikur

FH - Fylkir
11. sept.

14:00

Kaplakriki

Fjölsport Laust auglýsingapláss Sigga og Timo Fasteignastofan Aðalskoðun
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim musikogsport.net musikogsport.net