Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Þri 24.jún 2003
Pistill Lúðvíks Arnarsonar
Lúlli fjallar um gengi FH

Glæstur sigur að baki í Eyjum, 2. sætið í deildinni og almenn gleði hjá okkur FH-ingum. Það er þó ljóst að við erum ekki búnir að vinna neitt ennþá. Hins vegar verða þessi 11 stig ekki tekin af okkur og undanfarnir leikir hljóta að hafa gefið mönnum það sjálfstraust sem til þarf. Ég sagði fyrir mót að byrjunin myndi ráða því hvar FH liðið endaði, ef næðist upp sjálfstraust, nýju leikmennirnir myndu standa undir væntingum og lykilmenn frá fyrri árum væru í lagi þá myndum við vera í efri hluta deildarinnar. Eins taldi ég að Óli og Leifur myndu virka vel saman.
Fram að þessu má segja að þetta hafi allt gengið eftir, sendingin frá Danmörku hefur reynst allt að því guðsgjöf, Sverrir og Hermann virðast virka vel í þessu liði og reyndir leikmenn hafa verið að standa sig nokkuð vel. Ég held þó að fyrsti alvöru prófsteinninn á okkar lið sé á morgun þegar við tökum á móti Fram. Nú eru í fyrsta skipti komnar væntingar til liðsins og menn hreinlega krefjast sigurs og það réttilega. Alvöru íþróttamenn þrífast á slíkri pressu sem fylgir því að vera í toppbaráttu og nú reynir á okkar menn, hvort þeir séu komnir til að vera eður ei. Ég leyfi mér að spá því að svo verði en bendi jafnframt á að Fram er sýnd veiði en ekki gefin. Þeir koma væntanlega grimmir til leiks en særðir og því er nauðsynlegt fyrir okkur að byrja vel því þá er hætt við að Frammarar finni til vanmáttar. Mín trú er að Óli og Leifur viti þetta manna best og nái liðinu í rétt hugarfarsástand fyrir leikinn. Það hlýtur að vera vilji fyrir því að komast almennilega af hættusvæðinu, það myndi sigur á morgun tryggja í bili.
Ég vil einnig benda þeim sem veltu fyrir sér af hverju Sigurður var látinn fara og Óli ráðinn í staðinn að ekki er hægt að dæma þjálfara á öðru en því hvernig leikmenn leika undir hans stjórn. Þegar lykilmenn eru upp til hópa að spila illa þá er eitthvað í ólagi í þjálfuninni og það var raunin í fyrra. Nákvæmlega sömu leikmenn eru að spila mun betur núna og voru það einnig fyrir tveimur árum svo ekki er hægt að benda á annað en að þjálfunin hafi verið að einhverju leyti í ólagi. Því vona ég að þetta tuð um að Óli sé ekki nógu góður fyrir okkur fari nú að hætta. Árangur og ferill Óla í þjálfun er glæsilegur og mér sýnist að þetta ár verði enn einn vitnisburðurinn um hæfileika Óla.
Að lokum vil ég biðjast afsökunar á því að ekki voru gefnar einkunnir fyrir Eyjaleikinn. Ástæðan er einföld, ég átti ekki heimangengt til Eyja og því erfitt að gefa einkunnir. Mér heyrist þó á mönnum að liðið hafi verið að spila vel og sigur vannst og það er aðalatriði, allt annað er aukaatriði.

Fjölmennum í Krikann og sýnum strákunum okkar þann stuðning sem þeir eiga skilið á morgun

FH kveðja
Lúlli

<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 48
2. Valur 32
3. ÍA 32
4. Keflavík 27
5. Fylkir 26
6. KR 25
7. Grindavík 18
8. ÍBV 17
9. Fram 17
10. Þróttur 16

Markahæstir

Tryggvi 16
Allan 13
Auðun 5


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U U T T U

 

 


Síðasti leikur

Fram - FH 1 5


Næsti leikur

Tímabilið búið í bili
2006

14:00

Kaplakriki

Fasteignastofan Fjölsport Laust auglýsingapláss Aðalskoðun Sigga og Timo
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim musikogsport.net musikogsport.net