www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Mið 10.maí 2006    Þessi frétt hefur verið skoðuð 207 sinnum.
Árni Rúnar Karlsson
Árni Rúnar Karlsson er FH-ingurinn. Hann er gersamlega óþreytandi að standa fyrir alls kyns uppákomum í tengslum við FH. Það má nefna myndbandið fræga sem sýnt var á lokahófinu 2005, Færeyjaferðin 2006 og hinar mörgu uppákomur á Áttunni í gegnum tíðina. Árni hefur komið að öllu þessu auk þess að láta vel í sér heyra á vellinum.

1) Af hverju FH?
Þegar ég flutti í Hafnarfjörð fyrir 13 árum fór ég á Haukar vs FH í handbolta þá var ekki aftur snúið.


2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.
Haukar vs FH í Strandgötunni...össss good times good times.


3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik.
Ég held ég verði að segja Valur vs FH í fyrra það var geggjuð stemmning frá A til Ö


4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna?
Gummi Sævars hef alltaf fílað þann tappa og svo er Venni að koma sterkur inn núna. Ég gladdist mikið yfir því að fá hann í FH treyjuna fallegu.


5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum?
Ég er með svo lélegt minni marr....Ásgeir Gunnar í Krikanum á móti Grindavík.


6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?
Sú besta var á Akureyri 2004 og sú versta það er þegar FH féll í handboltanum. Sorgleg staðreynd sem ég vona að núverandi leikmenn taki smá ábyrgð á og verði áfram og komi FH upp aftur.


7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju?
Gunnlaug Jónsson bara til þess að þurfa ekki að mæta honum. Óþolandi góður alltaf á móti okkur og alls ekki vil ég sjá Helga Sig. Ég hef aldrei getað horft á fótboltaleik ef hann er að spila.


8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?
ÍA


9) Hverju myndir þú breyta hjá FH?
Engu. Þetta er yndislegt nema kannski handboltinn mætti hysja upp um sig brækurnar og fá kannski mafíuna í samstarf...ég er allavega til.


10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?


Daði
Gummi Sæ - Sverrir - Auðun - Ég sjálfur
Óli Palli - Heimir G - Venni - Ásgeir
Höddi Magg - Borgvadt


11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi?
Manchester United Football Club hef meðal annars hitt Sir Alex ;)


12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?
Í riðlakeppni meistaradeildarinnar og við að syngja "Einn Heimir Guðjóns" á Old Trafford og Krikinn orðinn eins og Ajax Amsterdam Arena. Takk kærlega fyrir mig.


<< Eldri frétt     
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Avion Group Fasteignasalan Ás Saltkaup Dominos Hraunhamar
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim