Þri 06.maí 2003
Viðtal við Hannes Þ. Sigurðsson
Eftirfarandi viðtal tók fotbolti.net við FHinginn Hannes Sigurðsson sem nú leikur með Viking í Stavangri í júní 2002. Viðtalið er birt með góðfúslegu leyfi fotbolta.net.
Fullt nafn: Hannes Þorsteinn Sigurdsson
Aldur: 19 ára
Giftur/sambúð: Í sambandi
Börn: Nei
Hvað eldaðir þú síðast?: Hakk og pasta, ég kann að elda það, þannig að það er mjög oft í matinn.
Hvernig gemsa áttu?: Nokia
Uppáhaldssjónvarpsefni?: Grínþættir og fótbolti er það sem ég horfi mest á.
Besta bíómyndin?: Með allt á hreinu
Hvaða tónlist hlustar þú á?: Ég hlusta á flest, rólegt breskt og flest íslenskt er í uppáhaldi.
Uppáhaldsútvarpsstöð?: RadioX
Uppáhaldsdrykkur?: Kakómjólk
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): Nei
Hvernig er best að pirra andstæðinginn?: Klípa í punginn á þeim.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?: Wimbledon heillar ekki.
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?: Ian Rush og Van Basten
Erfiðasti andstæðingur?: Tryggvi Bjarnason, KR
EKKI erfiðasti andstæðingur?: Þeir vefjast allir eitthvað fyrir manni.
Besti samherjinn: Hann heitir Peter Kopteff og er iðinn við að leggja fyrir mig góð færi.
Sætasti sigurinn?: Bikarinn með 2.flokki árið 2000.
Mestu vonbrigði?: Án efa að hafa ekki komist áfram í em með U-19 í fyrra.
Uppáhalds lið í enska boltanum: LIVERPOOL
Uppáhaldsknattspyrnumaður?: Batistuta
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar?: Ásgeir Sigurvinsson
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins?: Það eru margir efnilegir en ef ég ætti að nefna einhvern einn þá væri það Grétar Rafn Steinsson.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í Símadeildinni?: Eyþór Atli Einarsson Grindvikingur er maður sem geislar af.
Fallegasta knattspyrnukonan?: Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í KR er stórglæsileg.
Grófasti leikmaður deildarinnar?: Þrátt fyrir að Róbert Magnússon FH-ingur hafi verið valinn prúðastur í fyrra þá hef ég sjaldan lent á móti grófari manni.
Besti íþróttafréttamaðurinn?: Hemmi Gunn stóð alltaf fyrir sínu.
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn?: Þeir eru allir mjög hæfir í sínu starfi.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það eru bara tveir í liðinu á lausu og þeir standa mjög jafnt í þessum málum.
Hefurðu skorað sjálfsmark: Nei
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að spila minn allra fyrsta fótboltaleik 6 ára gamall með sjöunda flokki Fjölnis og var með boltann og vissi ekkert hvert ég ætti að snúa mér þannig að ég hljóp með hann út að hliðarlínu til pabba og spurði hann í hvort markið ég ætti að skora.
|