www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Sun 27.apr 2003    Þessi frétt hefur verið skoðuð 126 sinnum.
Viðtal við Atla Viðar Björnsson
Mynd: this.is/fh

Við fengum góðfúslegt leyfi þeirra hjá fotbolti.net til að birta viðtal sem þeir tóku við Atla Viðar Björnsson og birtist hjá þeim 15. ágúst 2002.



Fullt nafn: Atli Viðar Björnsson.


Gælunafn: Hilmar Björnsson kallar mig “country boy”. Ætli hann sé ekki einn af þeim sem finnst hann vera kominn út í sveit þegar hann er kominn úr miðborg Reykjavíkur. Honum finnst við norðlendingarnir í FH allavega vera sveitastrákar.


Giftur/sambúð: í sambúð með Evu Þórunni Vignisdóttir.


Börn: Ekki alveg strax, vonandi einhverntímann.


Hvað eldaðir þú síðast?: Ég man ekki svo langt aftur, ég grillaði um daginn, ætli það sé ekki það síðasta sem ég matreiddi.


Hvernig gemsa áttu?: Nokia.


Uppáhaldssjónvarpsefni?: Enski boltinn – veislan er að byrja aftur!!!.


Besta bíómyndin?: Stuðmannamyndin “Með allt á hreinu”.


Hvaða tónlist hlustar þú á?: Engin sérstök í uppáhaldi, frekar tónlistarmenn. Þessa dagana er nýji diskurinn með Quarashi oftast í spilaranum.


Uppáhaldsútvarpsstöð?: FM 957.


Uppáhaldsdrykkur?: vatn og mix – ávaxtadrykkurinn sívinsæli.


Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): nei ekki mjög.


Hvernig er best að pirra andstæðinginn?: Það fer illa í flesta að vera klobbaður, annars finnst mér betra að vera ekki mikið að pirra þá, þeir gætu tekið pirringinn út á manni seinna og þá veit maður aldrei í hverju maður gæti lent..


Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?: Í fyrra hefði ég sennilega sagt Leiftur Ólafsfirði, en nú er búið að sameina Leiftur og mitt gamla lið, Dalvík, og þá er ekkert útilokað.


Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?: Ruud Gullit var minn uppáhaldsfótboltamaður, hérna heima hélt ég upp á Rúnar Kristinsson þegar hann var í KR.


Erfiðasti andstæðingur?: Gunnlaugur Jónsson ÍA, ekki síst þegar maður þarf að kljást við hann í loftinu.


EKKI erfiðasti andstæðingur?: Markmenn FH liðsins, Daði og Jói, í reit. Ef þeir eru í sama reitnum þá fer alltaf allt í vaskinn hjá þeim.


Besti samherjinn: Allt FH liðið, Logi Ólafs sagði okkur alltaf að vera “ein órofa heild” þegar hann þjálfaði okkur í fyrra og ég held það sé málið.


Sætasti sigurinn? Að fara upp í 1. deild með Dalvík sumarið 1998 eftir sigur á KS, með Jóhann Möller innanborðs, á Dalvíkurvelli í lokaleik í roki og rigningu eða slyddu og hita við frostmark.


Mestu vonbrigði? Að hafa ekki komist upp í úrvalsdeild með Dalvík sumarið 1999. Ef við hefðum unnið KA á Dalvík í 17. umferð hefðum við staðið með pálmann í höndunum fyrir lokaleikinn en leikurinn fór 0-0 og við þurftum að vinna síðasta leikinn með nokkrum mörkum til að eiga séns, en okkur var spáð beinustu leið niður og áttum varla að vinna leik þetta sumarið. Það voru líka mikil vonbrigði að við FH ingar enduðum tómhentir síðasta haust eftir að vera komnir í undanúrslit í bikar og átt góðan séns í deildinni.


Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool.


Uppáhaldsknattspyrnumaður? Michael Owen og Ronaldo.


Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári.


Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Það eru nokkrir ansi efnilegir FH ingar, bæði sem eru núna í FH og þeir sem eru farnir í atvinnumennsku.


Fallegasti knattspyrnumaðurinn í Símadeildinni? Jóhann Möller, sjaldan lýgur almannarómur!


Fallegasta knattspyrnukonan? Eva Þórunn Vignisdóttir, FH.


Grófasti leikmaður deildarinnar? Þegar ég sá úr leik Keflavíkur og Þórs á dögunum sá ég að Ingi Hrannar Heimisson leikmaður Þórs Ak. á þennan heiður skilinn, þrátt fyrir að vera bara búinn að spila örfáa leiki í sumar. Hann er nú líka búinn að sparka nokkrum sinnum í mann í gegnum tíðina!!!


Besti íþróttafréttamaðurinn? Höddi Magg í “action” og Dalvíkingurinn Snorri Sturluson.


EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Þeir eru allir ágætir.


Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Daði Lár, það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum.


Hefurðu skorað sjálfsmark? Nei – það væri nær fyrir ykkur að spyrja hvort ég hafi komið inn í eigin teig?


Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Síðasta vetur spiluðu FH og ÍBV æfingaleik í Reykjaneshöllinni og Heimir Guðjóns hafði verið að glíma við Bjarnólf í leiknum. Snemma í seinni hálfleik fékk Bjarnólfur boltann vinstra megin á vellinum og Heimir að dekka hann. Bjarnólfur sá að vinstri kanturinn og hornið var alveg autt og sparkaði boltanum upp í horn og ætlaði að hlaupa á eftir honum og skilja Heimi eftir í skítnum en um leið og hann sparkaði þá kallaði Heimir hátt og snjallt: “Ertu að grínast Bjarnólfur” og skokkaði síðan og náði boltanum á undan Bjarnólfi. Þegar Bjarnólfur náði loks Heimi sagði sá gamli aftur: “Hvernig datt þér þetta í hug.” Ekki hefur heyrst af frekari tilraunum Bjarnólfs til að taka Heimi á !!!


Spilarðu CM (tölvuleikinn)? Já aðeins, samt ekki mikið.


Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Árið 1996 með Dalvík gegn Gróttu á Gróttuvelli í 18. Umferð í C. deild, unnum leikinn 3-2 og urðum deildarmeistarar eftir að dómarinn hafði rekið eina 4 Gróttumenn útaf og 2 af bekknum og gert hlé á leiknum til þess að útvega sér eintak af leikreglum KSÍ og fletta upp hvort lið mætti vera skipað svona fáum leikmönnum en hann komst “fljótlega” að því að það mætti ekki og varð því að flauta leikinn af eftir rúmar 80. mínútur.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Hraunhamar Saltkaup Avion Group Fasteignasalan Ás Dominos
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim