Mið 15.mar 2006 Þessi frétt hefur verið skoðuð 223 sinnum.
Óskar Jón Óskarsson
Óskar Jón er FH-ingurinn.
1) Af hverju FH? Það kom aldrei neitt annað til greina og ég fékk ekkert val. Ég held að það fyrsta sem ég hafi mælt hafi verið " FH "...og " Rokk og ról". Erla systir mín lék handbolta með góðum árangri hjá stórveldinu og Raggi bróðir þótti rosalega efnilegur knattspyrnumaður en hætti þeirri iðju og sneri sér að músíkbransanum með fínum árangri. Honum var samt seint fyrirgefið að hafa hætt og heyrðist víst óma um norðurbæinn " Gúrkan sveik okkur " og var Hörður nokkur Magnússon þar fremstur í flokki, en hann og Raggi "Gúrka" voru góðir félagar á þessum árum. Sjálfur æfði ég bæði handbolta og fótbolta með FH í mörg ár, aðallega handbolta...með glæsilegum árangri...en ég og Atli Rafnsson mynduðum eitt sterkasta sóknarpar í sögu yngri flokkanna undir harðri stjórn Vidda Sím. Það má í rauninni segja að ég sé fæddur FH-ingur.
2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir. Það hefur verið einhverntímann seint á 9. áratugnum...ég man bara ekki eftir henni...þetta rennur svona allt saman í eitt.
3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik. Bikarleikurinn á móti KR 2003 rennur mér seint úr minni. Stemmningin var frábær og leikurinn ógleymanlegur.
4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna? (Núna? En í gegnum tíðina?) Allan Borgvardt var alltaf uppáhaldsleikmaðurinn minn seinustu árin. Núna í dag geri ég ekki upp á milli...á engan uppáhaldsleikmann, allir jafngóðir. Ég hélt reyndar alltaf mikið upp á Hödda Magg og Andra Marteins...ég man ekki hversu oft ég og Steinar vinur minn vorum í hetjuleik ( ég var Höddi og hann var Andri )
5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er markið hans Emma á móti Fylki í hitti fyrra.
6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta? Besta stundin var án nokkurs vafa Akureyri í fyrra, sú versta verð ég að segja...bikarúrslitin á móti ÍA 2003, undanúrslitin á móti KA í fyrra og Fram nú í ár...ég grét næstum því eftir Fram - leikinn.
7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju? Ég vil að Tomas Skuhravy taki fram skóna í nýju og komi í FH ( ég veit að kallinn er í tuddaformi...stórkostlegur leikmaður ). Einnig finnst mér að nokkrir leikmenn FC Reynis eigi það skilið...margir frábærir leikmenn þar á ferðinni. Kristján Finnbogason vil ég ekki sjá í FH - treyju ( datt hann fyrst í hug )
8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati? Gula liðið í býflugnasokkunum ofan af skaga hafa alltaf reynst okkur erfiðir.
9) Hverju myndir þú breyta hjá FH? Engu...nema að láta njósnarana vera duglegri að fylgjast með leikmönnum í utandeildinni...þar eru gullmolar sem hægt er að fá fyir lítinn pening.
10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar? Daði - Auðunn - Sverrir - Tommy - Óli Kristjáns í vörninni. Jónsi - Andri Marteins - Heimir - Emmi Hall á miðjunni. Allan og Höddi Magg frammi. Annars er rosalega erfitt að velja þetta lið...en ég held að þetta lið gæti gerst góða hluti.
11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi? Norwich City ( Come on you yellows" ) og Fortuna Köln.
12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár? Ég er nokkuð viss um að FH verður að berjast um sinn 12. íslandsmeistartitill og baráttan verður hörð á milli FH og Fc Reynis....hvort liðið vinnur verður bara að koma í ljós eftir 10 ár.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
36 |
2. |
KR |
30 |
3. |
Valur |
29 |
4. |
Keflavík |
24 |
5. |
Breiðablik |
23 |
6. |
ÍA |
22 |
7. |
Víkingur |
21 |
8. |
Fylkir |
21 |
9. |
Grindavík |
19 |
10. |
ÍBV |
15 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
8 |
Atli Viðar |
4 |
Allan Dyring |
4 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KF Nörd
|
4. okt. |
?:?
|
Laugardalsvöllur |
|
|
|