Mið 23.apr 2003
Viðtal við Jón Þorgrím Stefánsson
|
Mynd: this.is/fh |
Við hér á this.is/fh eigum hauka í horni á fotbolta.net (langsamlega bestu fótboltasíðu landsins) en þeir leyfðu okkur að birta viðtalið hér fyrir neðan áður en það verður birt hjá þeim og kunnum þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir.
Fullt nafn: Jón Þorgrímur Stefánsson
Gælunafn: Jónsi
Aldur: 27
Giftur/sambúð: Sambúð með Margréti Gígju
Börn: 2 strákar Ragnar Vilji og Benedikt Sólon
Hvað eldaðir þú síðast?: Grillaðar kjúklingabringur með hunangshnetusósu “A LA Heimir Guðjónss”
Hvernig gemsa áttu?: Nokia 6510
Uppáhaldssjónvarpsefni?: Fótbolti , Íþróttir á Sýn
Besta bíómyndin?: Shawshank Redemption
Hvaða tónlist hlustar þú á?: Rokk
Uppáhaldsútvarpsstöð?: RadioX
Uppáhaldsdrykkur?: Mjólk , og Ískaldur Miller eftir leiki.
Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki (ef já, hvernig þá?): JÁ , alltaf sömu bolirnir á móti ákveðnum liðum.
Hvernig er best að pirra andstæðinginn?: Vinna hann í einu og öllu, ekki sakar að klobba hann 1 sinni eða 2 í leiðinni.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Öll sem eru lengra í burtu en 25 mín frá Kópavogi (nafla alheimsins)
Hvert var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?: Emilio Butragueño og Pétur Pétursson
Erfiðasti andstæðingur?: Ívar “fantur” Jónsson
EKKI erfiðasti andstæðingur?: Hilmar Björnsson á komandi tímabili (it’s a promise)
Besti samherjinn?: FH liðið eins og það leggur sig
Sætasti sigurinn? Allir sigrar sætir
Mestu vonbrigði? Tap í undanúrslitum gegn KA í bikarnum
Uppáhalds lið í enska boltanum?: Coventry (only true blue)
Uppáhaldsknattspyrnumaður? Figo
Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Eiður verður það.
Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Grétar Steinsson
Fallegasti knattspyrnumaðurinn í Símadeildinni? Daði Lár (það hlýtur að vera þar sem aðdáendaklúbbur hans er eingöngu skipaður af kvenfólki)
Fallegasta knattspyrnukonan? Flestar fínar held ég,
Grófasti leikmaður deildarinnar? Páll Almar
Besti íþróttafréttamaðurinn? Flestir fínir á sýn og stöð 2
EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Adolf “sokkarnir eru ekki í stíl” Ingi.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Daði Markvörður
Hefurðu skorað sjálfsmark? hmm .. Breiðablik-keflavík 1995 , Raggi Margeirss (sálugi) skallaði á markið eftir horn og ég beið á línuni og ætlaði að hreinsa frá en þrumaði boltanum upp í þaknetið. Maður ætti kanski ekki að segja frá þessu þar sem markið var skráð á Ragga og ég því aldrei skorað sjálfsmark (á skrá).
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þetta gerðist í USA , þar sem ég var í skóla Pensicola Florida. Ég slapp í gegn og komin einn á móti markverði , sóla hann og er að fara leggja boltan í netið þegar ég er nelgdur niður aftan frá , augljóslega víti og rautt , en dómarinn dæmir ekkert og gefur mér gult fyrir leikaraskap. Ég nátturulega trompast og blóta dómaranum í sand og ösku á Íslensku, þá labbar dómarinn að mér í rólegheitum og gefur mér beint rautt ,brosir og segir “ég var búsettur í keflavík í 10 ár” ég gat ekki sagt neitt þannig að ég sprakk úr hlátri.
Hvaða líkur eru á því að hitta dómara í USA sem var í hernum á keflavíkurvelli og talaði betri íslensku en ég.
Spilarðu CM (tölvuleikinn)? Já en sjaldan
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaflokki? 1992 Breiðablik
|