Fös 02.sep 2005 Þessi frétt hefur verið skoðuð 232 sinnum.
Jón Örn Guðmundsson
|
Mynd: Guðmundur Ari Arason |
Jón Örn Guðmundsson er FH-ingurinn. Þúsundþjalasmiðurinn og snillingurinn Jón Örn Guðmundsson hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður FH og lætur sig aldrei vanta á leiki Fimleikafélagsins.
1) Af hverju FH?
Ég fæddist FH-ingur.
2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir? Ég man bara ekki eftir því. Ég var svo ungur.
3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik. FH-KR bikarleikur í Laugardalnum 2003. Ég fór á þennan leik með 2 KR-ingum.
4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna? Daði Lár hann er svo góður drengur.
5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum? Baldur Bett á móti Villa Real.
6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta? Það besta var á Akureyri í fyrra og það versta var 1989 þegar við töpuðum fyrir Fylki.
7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju? Cantona í FH treyju og Kristinn Tómasson vill ég ekki sjá í FH treyju.
8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati? ÍA
9) Hverju myndir þú breyta hjá FH? Svo sem engu nema ég vil þak á stúkuna.
10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?
Daði
Gummi - Auðun - Tommy - Óli Kristjáns
Jón Þorgrímur - Andri Marteins - Hallsteinn Arnarson - Pálmi Jóns
Höddi Magg - Allan
11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi? Manchester United.
12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár? Í meistaradeildinni.
|