FH 44
KR 39
Fylkir 36
Fram 28
Breiðablik 28
Keflavík 26
Stjarnan 24
Valur 24
Grindavík 21
ÍBV 21
Fjölnir 14
Þróttur R. 12

Næsti leikur

Pepsi-deild karla
13.09.2009 14:00
FH vs ÍBV | Fáðu SMS
Kaplakrikavöllur

Síðasti Leikur

Pepsi-deild karla
Þróttur R. 0 FH 0

Markahæstir

Atli Viðar Björnsson 12
Matthías Vilhjálmsson 9
Tryggvi Guðmundsson 7

Fótbolti.net

Hleð RSS
Umfjöllun: FH nálgast titilinn eftir sigur á Blikum
Guðlaugur Valgeirsson    Sunnudagur, 26. júlí 2009   

FH unnu í dag Breiðablik með tveimur mörkum gegn einu. Atli Guðnason var valinn maður leiksins en hann lagði upp bæði mörk liðsins og var mjög hættulegur. FH núna í 1 sæti með 37 stig en Blikar nálgast fallsæti óðfluga með 15 stig í 8 sæti.


FH og Breiðablik mættust í dag í Krikanum í ekkert sérstöku veðri, rigning og leiðindi. Fyrir leik voru FH í efsta sæti með 34 stig eftir 13 leiki á meðan Blikar voru í 8 sæti með 15 stig, en Blikar höfðu fengið á sig 8 mörk í seinustu 2 leikjum. Í lið FH-inga vantaði nokkra leikmenn meðal annars Guðmund Sævarsson, Hjört Loga Valgarðsson og Pétur Viðarsson. Í lið Blika vantaði helst Arnar Grétarsson. Guðni Páll Kristjánsson var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild karla hér á landi en hann byrjaði einnig inná gegn Aktobe í Kasakstan.

Fyrsta færið í leiknum kom á 3 mínútu og það fengu FH-ingar, boltinn barst fyrir markið þar sem Atli Guðnason tók hann viðstöðulaust innanfótar rétt yfir markið. Á 10 mínútu fengu FH-ingar aukaspyrnu, Matthías Vilhjálmsson tók spyrnuna, en boltinn fór yfir vegginn sem og markið. FH komust yfir á 13 mínútu, frábær sending frá Atla Guðna inn fyrir vörnina á Matthías Guðmundsson sem setti hann í fjærhornið framhjá Ingvar Kale í marki Blika, 1-0 fyrir FH. FH fengu mjög gott færi á 22 mínútu, Tryggvi Guðmundsson tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, gaf boltann fyrir þar sem Tommy Nielsen skaut boltanum viðstöðulaust, rétt yfir markið. Á 25 mínútu voru Blikar við það að sleppa í gegn en Guðni Páll Kristjánsson, nýliðinn í hægri bakverðinum stoppaði það með frábærri tæklingu. Aðeins 30 sekúndum síðar voru FH-ingar næstum því búnir að bæta við marki,þeir tættu í sig vörnina, Atli Guðna og Björn Daníel og að lokum kom Atli með sendingu fyrir en Matthías Guðmundsson náði ekki til knattarins.

 Á 27 mínútu keyrði Björn Daníel Sverrisson upp vinstri kantinn, gaf á Atla Guðna sem átti skot rétt framhjá en boltinn fór í varnarmann Blika. Fyrsta færi Blika kom á 30 mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson fékk of mikið pláss fyrir framan mark FH og lét vaða en Daði Lárusson varði vel. Á 37 mínútu fengu Blikar besta færi sitt til þessa, Kristinn Steindórsson fékk boltann við vítateigshornið og átti laust skot en erfitt sem Daði gerði vel í að verja. Á 41 mínútu klikkaði Alfreð Finnbogason algjöru dauðafæri eftir góða sendingu frá Kristni Steindórssyni. 44 mínúta og það lá mark í loftinu, Kristinn Steindórsson með enn eina sendinguna fyrir og Guðmundur Pétursson nær skoti á markið en Daði ver. Aðeins mínútu síðar, aftur sofandaháttur í vörn FH-inga sem endaði með því að Guðmundur Pétursson átti gott skot en Daði varði eins og fyrr vel í markinu. Fyrri hálfleiknum lauk svo með skoti frá FH, en Matthías Vilhjálmsson átti skot í varnarmann Blika og Ingvar Kale í markinu þurfti að taka á stóra sínum til að verja þennan bolta. FH voru betri í fyrri hálfleik en þeir voru þó heppnir að fá ekki á sig mark, því Blikar sóttu stíft að marki þeirra seinustu 10 mínúturnar en Daði Lárusson var frábær í markinu.

Seinni Hálfleikur

Blikar fengu fyrsta færið í seinni hálfleik og skoruðu úr því færi á 47 mínútu, Guðmundur Pétursson vann boltann eftir tæklingu gaf boltinn fyrir þar sem Alfreð Finnbogason var einn á auðum sjó og skoraði af miklu öryggi, 1-1 og Blikar byrja betur í seinni hálfleik. Á 52 mínútu komust FH aftur yfir, Davíð Þór Viðarsson fékk boltann rétt fyrir utan teig, gaf á Atla Guðna sem gaf inn í teig þar sem Tryggvi Guðmundsson tók boltann í fyrsta og skoraði, 2-1 fyrir FH. Á 71 mínútu skoruðu Blikar næstum því sjálfsmark, Matthías Vilhjálmsson gaf boltann fyrir af kantinum og Kári Ársælsson fyrirliði Blika skallaði í stöng sinna manna. Á 75 mínútu fengu FH aukaspyrnu sem Tryggvi Guðmunds tók, hún var stórhættuleg á nærstöngina en Ingvar Kale varði vel í markinu. Dennis Siim kom inná á 78 mínútu, en þetta var jafnframt fyrsti deildarleikur hans í sumar, hann meiddist í lengjubikarnum gegn Fylki. Árni Kristinn Gunnarsson fékk síðan rautt spjald í uppbótartíma.

Leiknum lauk með sigri FH sem eru nú komnir í 37 stig og eru með 13 stiga forskot á KR í allavega einn sólarhring. Næsti leikur FH í bikarnum í Keflavík á fimmtudaginn, hvetjum alla til að mæta. ÁFRAM FH! 


Dómari: Valgeir Valgeirsson - Fínn
Áhorfendur: 867
Maður Leiksins: Atli Guðnason
Veður: leiðinlegt, rigning á köflum og kalt. Völlurinn mjög blautur og mikið um tæklingar.

Byrjunarlið FH: Daði Lárusson 7, Guðni Páll Kristjánsson 6, Tommy Nielsen 6, Sverrir Garðarsson 7, Björn Daníel Sverrisson 8, Davíð Þór Viðarsson 7, Matthías Vilhjálmsson 7, Tryggvi Guðmundsson 7 (Viktor Örn Guðmundsson 87'), Matthías Guðmundsson 7 (Atli Viðar Björnsson 70' 7), Alexander Söderlund 5 (Dennis Siim 78'), Atli Guðnason 8.

Byrjunarlið Breiðablik: Ingvar Þór Kale, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ársælsson, Guðmann Þórisson, Árni Kristinn Gunnarsson, Olgeir Sigurgeirsson (Haukur Baldvinsson 56'), Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Kristinn Steindórsson (Andri Rafn Yeoman 79'), Guðmundur Pétursson, Alfreð Finnbogason.


Facebook
Twitter
Digg
 
Vefhönnun |