Tweets

This module needs to use url fopen wrappers, but they are disabled. Please reconfigure PHP.

Fótbolti.net

FH kaupir Þórarinn Inga af ÍBV
Árni Rúnar Karlsson    Þri, 25. nóvember 2014   

Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur skrifað undir 4 ára samning við FH. Þórarinn Ingi gengur til liðs við FH frá uppeldisfélagi sínu ÍBV þar sem hann hefur spilað 133 leiki og skorað í þeim 20 mörk. Þórarinn Ingi hefur einnig spilað í atvinnumennsku hjá Sarpsborg í Noregi en einnig á Þórarinn Ingi að baki leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa verið í hópi A - landsliðsins nú á haustmánuðum. Þórarinn er á 24 aldursári.

Í samtali við www.FHingar.net sagði Guðlaugur Baldursson aðstoðarþjálfari FH að menn þar á bæ væru gríðarlega ánægðir með komu Þórarins.

Við hér á www.FHingar.net tökum undir þessi orð og bjóðum Þórarinn hjartanlega velkominn í Kaplakrika!

 
 
Vefhönnun |