FH kaupir Þórarinn Inga af ÍBV | |
|
Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur skrifað undir 4 ára samning við FH. Þórarinn Ingi gengur til liðs við FH frá uppeldisfélagi sínu ÍBV þar sem hann hefur spilað 133 leiki og skorað í þeim 20 mörk. Þórarinn Ingi hefur einnig spilað í atvinnumennsku hjá Sarpsborg í Noregi en einnig á Þórarinn Ingi að baki leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt því að hafa verið í hópi A - landsliðsins nú á haustmánuðum. Þórarinn er á 24 aldursári. Í samtali við www.FHingar.net sagði Guðlaugur Baldursson aðstoðarþjálfari FH að menn þar á bæ væru gríðarlega ánægðir með komu Þórarins. Við hér á www.FHingar.net tökum undir þessi orð og bjóðum Þórarinn hjartanlega velkominn í Kaplakrika! |