FH mætir eins og kunnugt er finnska liðinu SJK í dag í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppninnar ytra. Eyjamaðurinn í liði FH Þórarinn Ingi Valdimarsson var fljótur að bregðast við svörum þegar www.fhingar.net hafði samband við leikmanninn sem hefur leikið afar vel með FH í síðstu leikjum.
Við skulum gefa Tóta orðið.
Þinn fyrsti Evrópuleikur fyrir FH í kvöld, hvernig leggst það í þig?
“Heyrðu leikurinn í kvöld leggst fràbærlega í mig. Það er alltaf gaman að spila Evrópuleiki og ekki skemmir að þetta sé fyrsti fyrir FH,”
Hvernig er stemmningin í hópnum fyrir leikinn?
“Stemmingin er mjög góð í hópnum. Það er alltaf stuð hjá okkur sama hvar við erum. Það eru svo miklir húmoristar hérna sérstaklega Lavíð Viðars,”
Telurðu möguleikana góða á að komast í næstu umferð?
“Já ég tel að við eigum góða möguleika. Til þess þurfum við að spila góðan leik hérna og ná í góð úrslit,”
Þú hefur spilað vel í undanförnum leikjum, er Þórarinn Ingi að finna sig vel í FH treyjunni og ertu sáttur við dvölina það sem komið er hjá FH?
“Já það hefur verið ágætis stígandi í þessu hjá mér og vonandi heldur það áfram bara hjá liðinu í heild sinni. Það er unaður að vera í hvítu treyjunni. Auðvitað er ég sáttur að vera í FH, það er ekki annað hægt,” sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson við www.fhingar.net