Þórarinn Ingi Valdimarsson

Hver er leikmaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson?

Þórarinn Ingi ValdimarssonEyjapeyjinn Þórarinn Ingi Valdimarsson, er hver er leikmaðurinn að þessu sinni, en Tóti eins og hann er kallaður hefur verið að spila sig meira og meira inn í lið FH upp á síðkastið.

Þórarinn gekk í raðir Fimleikafélagsins í vetur og hefur sýnt það og sannað að hann er vel þess megnugur að spila fyrir Hafnarfjarðarliðið.

Fullt nafn:
Það mun vera Þórarinn Ingi Valdimarsson

Gælunafn:
Kallaður Tóti eða Totti núna undanfarið (húmor hjá Lavíð V.)

Fæðingardagur og Ár:
23.apríl 1990

Skónúmer: 
42 2/3

Hvar ólstu upp?
Paradís Íslands Vestmannaeyjar

Besti Matur?
Gúrmei steik með öllu tilheyrandi klikkar seint.

Uppáhaldsdrykkur?
Er að vinna mikið með Pepsi max í dós.Uppáhaldssjónvarpsefni?
Er alæta þegar kemur að sjónvarpsefni, en classic er Breaking Bad og Suits.

Spilarðu tölvuleiki(ef já hver er besti leikurinn)?
Ég gerði það nú grimmt á mínum yngri árum. Quake 3 arena var the shit.

Hvaða music ertu hrifin af:
Algjör alæta. Jón Jónsson gefur bara út perlur, svo er hann svo mikill öðlingur.

Hvaða vefsíður heimsækirðu oftast(utan www.fhingar.net)?
Ætli það sé ekki fotbolti.net og 433.is, fyrir utan Facebook.

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki(hvernig) ?
Nei alls ekki. Reyni bara að hvíla mig vel og borða hollan mat. Hef aldrei fundið þessa rútínu.

Hvað finnst þér um auglýsingar í bíó?
Auglýsingar eru náttúrulega snilld. Hvernig ætti fólk t.d. að sjá Pökkun og flutningar án þess að fara inn á pressan.is

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?
Ég er á Zidane og Edgar Davids vagninum

Mestu vonbrigði?
Er svo jákvæður að eðlisfari að ég hugsa ekkert um neitt neikvætt. hehe

Sætasti sigurinn?
Ætli það sé ekki umspils leikir í Noregi um að halda sér í deildinni.

Besti leikmaður á Íslandi í dag?
Pepsi Guðna.

Erfiðasti andstæðingur?
Hef spilað á móti nokkrum frábærum. Ætli S.Johansen leikmaður Celtic sé ekki erfiðastur

Ekki erfiðasti andstæðingur?
Ég vil segja Yngvi Bor á æfingu.

Þórarinn IngiBesti samherjinn?
Hef spilað með mörgum frábærum samherjum. Erfitt að gera upp á milli og þá sérstaklega á milli leikmanna FH. Þeir eru svo sætir og flottir þessu peyjar. Jeremy Berthod er klárlega ofarlega líka.

Háværasti samherjinn?
Lavíð Viðar.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu?
Emil Tittlingur

Hver er best klæddi leikmaðurinn í liðinu?
Vá erfitt þar sem við erum með sjarma tröll í liðinu. Róló á leðurbuxur þannig hann fær þetta.

Hver borðar mest af nammi í liðinu?
Böðvar LÖPP og Siggi snakk.Fyndnastur?
Tuðmann kemur mér yfirleitt í gott skap, nema þegar hann hefur sofið lítið.

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu?
Reitur og spil.

En leiðinlegast?
Skokka er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir.

Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki?
Örugglega í kringum ársbyrjun 2007 í æfingar leik. Fyrsti mótsleikur 2007 líka.

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?
Rífa sig úr að ofan mætti vera leyfilegt.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum?
Vestmannaeyjar á sumardegi.

Morgunmaður eða nátthrafn? 
Nátthrafn klárlega.

Hvernig bíl keyrirðu?
Yaris beibi.

Fylgist þú með öðrum íþróttum?
já eiginlega öllum. Handbolti er mín önnur íþrótt.

Besta momentið í boltanum?
Að spila með landsliðum Íslands.

Uppáhaldslið í NBA?
Elti alltaf liðið sem er best.

Uppáhaldslið í Enska boltanum? 
Livpúúúl

Barcelona eða Real Madrid?
Barcelona

Þórarinn IEf þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það?
Myndi velja Ronaldo , Messi er svo leiðinlegur.

Grófasti leikmaður sem þú hefur spilað á móti?
Börkurinn hef reyndar spilað með honum líka en hann er hundur mikill.

Besti íþróttafréttamaðurinn?
Gaupi er minn maður.

Ekki besti íþróttafréttamaðurinn?
Þeir eru allir ágætir þessar elskur.

Leoncie í Fjörðinn?
Klárt mál ég mæti ekki.

Hvort myndirðu mæta í ræktina með ?

a.)Arnari Grant og Ívari Guðmunds

b.) Gills og Audda Blö

Arnar Grant og Ívar, myndum fá okkur Hámark saman og hafa gaman.Hvort myndirðu fara í hnattreisu með Lalla Johns eða Völu Grand?
Lalla Johns , værum ekki i vandræðum að tengja eftir gott kvöld.

Ef að Bill Gates myndi bjóða þér pening fyrir að spila í fyrirtækjaliði Microsoft á móti Apple myndirðu slá til?
Já hví ekki, fyrir hlutabréf.

Mac, Linux eða Windows?
Mac maður mikill. Hitt er bara rusl!

Leave A Comment