Jón Ragnar 2

Hver er leikmaðurinn Jón Ragnar Jónsson?

Jón Ragnar
Það er enginn annar en Jón Ragnar Jónsson sem er hver er leikmaðurinn að þessu sinni. JJ er uppalinn FH-ingur og hefur spilað alla sína tíð fyrir Fimleikafélagið fyrir utan eitt tímabil þar sem leikmaðurinn lék með Þrótti Reykjavík.
Leikmaðurinn hefur spilað afar vel í þeim leikjum sem hann hefur komið við sögu í og sendingarnar hjá honum eru baneitraðar.
Fullt nafn:
Jón Ragnar Jónsson
Gælunafn:
Hvíti Cafu
Fæðingardagur og Ár:
30.10.85. Miðvikudagur.
Skónúmer:
47 1/3 – Mesta basl heims að vera með svona stóra fætur.
Hvar ólstu upp? 
Í Setbergshverfinu fagra í Hafnarfirði, í Krikanum og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Besti Matur?
Naut, Bernais og Fröllur eftir útileiki í Evrópukeppni.
Uppáhaldsdrykkur?
Sykurskert Kókómjólk
Uppáhaldssjónvarpsefni?
Besta sem ég hef séð er Breaking Bad. Er núna að glápa á Silicon Valley.
Spilarðu tölvuleiki(ef já hver er besti leikurinn)?
Er alveg heftur í þeim geiranum og er bara áhorfandi þegar vinirnir og liðsfélagarnir grípa í FIFA. Ég er það lélegur að það væri eiginlega bara ekki fyndið að sjá mig taka leik.
Hvaða music ertu hrifin af:
Allt sem er í svipuðum anda og Johnny Jay finnst mér gott kaffi. Stevie Wonder er líka oft á fóninum. En mest spilaðasti tónlistarmaðurinn á iPodinum er John Mayer.
Hvaða vefsíður heimsækirðu oftast(utan www.fhingar.net)?
Netrúnturinn minn er afar einfaldur. Fotbolti.net, visir.is, mbl.is og nutiminn.is. Þegar ég hef ekkert að gera kíki ég á adidas.se en bráðum get ég skellt mér á adidas.is..!
Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki(hvernig) ?
Ég reyni að forðast það en þegar mér finnst ég standa mig extra vel í einhverjum leiknum þá reyni ég að rifja upp hvað ég gerði fyrir þann leik og reyni svo að gera eins. En með tímanum hef ég lært að best er að gera bara eitthvað allt annað en að hugsa bara um leikinn því annars verður maður bara ofpeppaður og vanstilltur þegar leikurinn er flautaður á.
Hvað finnst þér um auglýsingar í bíó?
Elska þær því ég er alltaf svo seinn og þær verða til þess að ég næ allri myndinni.
Jón Ragnar Jónsson

Jón Ragnar Jónsson

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?

Pabbi, Addi Vidd, Rivaldo og Stebbi Hilmars.
Mestu vonbrigði?
Þegar ég sá að S.Óli yrði ekki á línunni í Pepsi 2015.
Sætasti sigurinn? 
Það var eitthvað mjög fallegt við það að vinna Ekranas ytra 2013. Margir uppaldir í liðinu og andinn í alla staði frábær.
Besti leikmaður á Íslandi í dag?
Daffyd og Pepsi Guðna. Vanmetnasti leikmaður í sögu Íslands er svo my roomie, Pétur Viðarsson. Hefur spilað milljón leiki fyrir FH og unnið þá flesta en fær alltaf 5 í einkunn í öllum miðlum. Það er funny.
Erfiðasti andstæðingur?
Pétur Viðars í stutt-á-milli.
Ekki erfiðasti andstæðingur?
Tóti í reit.
Besti samherjinn?
Heiður (Eggerts) að spila með öllum þessum kanónum.
Háværasti samherjinn?
Guðmann Þórisson.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu?
Herbergisfélagarnir Guðmann og Tóti.
Hver er best klæddi leikmaðurinn í liðinu?
Enginn hefur nefnt mig á nafn hér í þessu öllu saman og það er skandall þar sem ég á urmul af fallegum klæðnaði. Ég er bara ekki nógu duglegur við að mæta í honum á æfingar. Mitt svar er ég.
Hver borðar mest af nammi í liðinu?
Atli Viðar Björnsson á þetta skuldlaust. Hann jafnar það þó út með því að sleppa öllu gosi.
Fyndnastur?
Brynjar Ásgeir er fyndinn og þá er Dabbi frændi einhver sá allra snarasti í tilsvörum.
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu?
Stutt-á-milli.
En leiðinlegast?
Þæfingar og horn.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki?
Kom inn á í 32-liða úrslitum í bikar á móti Víði árið 2005, þá 19 ára gamall. Fékk boltann í punginn eftir svona 8 sekúndur og átti í miklum erfiðleikum með að fela sársaukann.
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?
Gott væri ef útivallarmarkareglan myndi ekki gilda í framlengingu.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum?
Sumarbústaður fjölskyldunnar.
Morgunmaður eða nátthrafn?
Morgunmaður – óhjákvæmilegt með tvö ung börn.
Hvernig bíl keyrirðu?
Toyota Avensis og Toyota Yaris. Toyota for life.
Fylgist þú með öðrum íþróttum?
Fylgist með handboltanum í Frakklandi þar sem mágur minn spilar og svo er ég svona gæi sem hoppar á NBA vagninn þegar leikar æsast í úrslitakeppninni.Jón Ragnar 3
Besta momentið í boltanum?
Markið mitt í fyrra á móti Blikum.
Uppáhaldslið í NBA?
Celtics.
Uppáhaldslið í Enska boltanum?
Liverpool.
Barcelona eða Real Madrid?
Barcelona allan daginn.
Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það?
Myndi henda Tomma Leifs og Pésa Sig í eitthvað svakalegt Comeback Gym þar sem væl væri bannað og mikið væri lagt upp úr því að kenna hvernig skrúfa eigi hausinn rétt á fyrir leiki. Þeir með Atla G væru einhver eitraðasta sóknarlína fyrr og síðar.Grófasti leikmaður sem þú hefur spilað á móti?
Garðar Jó.
Besti íþróttafréttamaðurinn?
Höddi Magg.
Ekki besti íþróttafréttamaðurinn?
No comment þó ég hafi einn í huga.
Leoncie í Fjörðinn?
Væri geggjað ef hún myndi syngja í tengibyggingunni fyrri alla heimaleiki.
Hvort myndirðu mæta í ræktina með ?a.)Arnari Grant og Ívari Guðmunds

b.) Gills og Audda Blö
Örugglega Gills og Audda. Þá gætum ég og Auddi spjallað um hvað Talent er mikil snilld.

Hvort myndirðu fara í hnattreisu með Lalla Johns eða Völu Grand?
Ég myndi fara með Lalla. Hella hann fullan einhvers staðar og stela vegabréfinu hans. Selja það svo fyrir massíva upphæð einhvers staðar í undirheimunum. Klára svo túrinn sjálfur með mynd af Völu Grand í veskinu.
Ef að Bill Gates myndi bjóða þér pening fyrir að spila í fyrirtækjaliði Microsoft á móti Apple myndirðu slá til?
Nei. Ég er svo loyal þegar kemur að vörumerkjum og ég er #teamApple
Mac, Linux eða Windows?
Once you go Mac you can’t go back.
Twitter, Google+ eða Facebook?
Ef hægt væri að deleta öllum sem tísta bara um eitthvað neikvætt þá myndi ég segja Twitter en þar sem það er ekki hægt ætla ég að henda í Facebookið.

Leave A Comment