Brynjar Ásgeir Guðmundsson, er hver er leikmaðurinn að þessu sinni. Ásgeir Kolbeins eins og hann kýs að kalla sig, getur leyst nánast hvaða stöðu sem er á vellinum og skilar ávallt sínu inná vellinum.
Leikmaðurinn er FH-ingur í húð og hár og er sonur sendiherrahjónanna Guðmundar Árna Stefánssonar og Jónu Dóru Karlsdóttur.
Fullt nafn:
Brynjar Ásgeir Guðmundsson
Gælunafn:
Ásgeir Kolbeins
Fæðingardagur og Ár:
Fæddur á Sankti Jósepspítala þann 22. júní 1992.
Skónúmer:
44
Hvar ólstu upp?
Ég ól manninn í Hafnarfirðinum en ég fann letingjann í mér þegar ég flutti suður til Svíþjóðar 12 ára gamall.
Besti Matur?
Allt sem mamma eldar
Uppáhaldsdrykkur?
Verður maður ekki að vera hollur og segja vatn.
Uppáhaldssjónvarpsefni?
Friends, er svo mikill vinur vina minna.
Spilarðu tölvuleiki(ef já hver er besti leikurinn)?
Ég er dolfallinn FIFA fíkill og elska ekkert meira en að leika við Jón Ásbjörnsson í Fifa
Hvaða music ertu hrifin af:
Allt milli Justin Bieber og Rammstein.
Hvaða vefsíður heimsækirðu oftast(utan www.fhingar.net)?
FH.is
Já, ég hita alltaf upp lengst til hægri
Hvað finnst þér um auglýsingar í bíó?
Mjög nettar, vildi að þær væru lengri af og til.
Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum?
Jamie Carragher og Stan Collymore
Mestu vonbrigði?
Detta út á móti Austria Vienna
Sætasti sigurinn?
Útileikurinn á móti Ekranas.
Besti leikmaður á Íslandi í dag?
Lavíð Viðars og Pepsi Guðna
Erfiðasti andstæðingur?
Ég sjálfur
Ekki erfiðasti andstæðingur?
Ingimundur Níels Óskarsson
Besti samherjinn?
Böddi Löpp í reit
Háværasti samherjinn?
Böddi Löpp í reit
Hver er mesti höstlerinn í liðinu?
Böddi Löpp
Hver er best klæddi leikmaðurinn í liðinu?
Atli Viðar Björnsson
Hver borðar mest af nammi í liðinu?
Hver er besti Bond á Íslandi? Siggi Bond
Fyndnastur?
Bjarni Vidd, fannst helvíti fyndið þegar hann sagðist eiga meira cash heldur en Kristinn Freyr.
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu?
Alltaf gaman í reit með skemmtilegum drengjum.
En leiðinlegast?
Er alltaf jákvæður á æfingum og sé það skemmtilega í hlutunum en líklega eru það 8 þæfingar
Hvenar lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki?
2012 móti Grindavík
Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta?
Að útivallarreglan eigi ekki að gilda í framlengingu.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum?
Sennilega Miami Beach
Morgunmaður eða nátthrafn?
Nátthrafn
Hvernig bíl keyrirðu?
Ég er með filmaða Kiu Sorento 550, breytta, rauðlitaða með topplúgu og sjálfvirkum rúðuopnara.
Fylgist þú með öðrum íþróttum?
Jájájá mæti oft og styð handboltastrákana og LÍKA stelpurnar.
Besta momentið í boltanum?
Þegar ég skoraði þrennu í Bikarúrslitaleik í 3.flokki í 4-3 sigri á móti Breiðablik
Uppáhaldslið í NBA?
Mínir menn í Washington Wizards, hef farið á tugi leikja þar og minn uppáhaldsleikmaður þar ER Paul Pierce
Uppáhaldslið í Enska boltanum?
Liverpool, þar er ég og Atli Viðar í fyrsta og líklega eina skiptið sammála um eitthvað
Barcelona eða Real Madrid?
Barcelona
Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það?
Jimmy Bullard
Grófasti leikmaður sem þú hefur spilað á móti?
Kolbeinn Kárason, boxarinn knái
Besti íþróttafréttamaðurinn?
Gaupi
Ekki besti íþróttafréttamaðurinn?
Haukur Harðar
Leoncie í Fjörðinn?
Já, við þurfum að fá fleiri heimsklassa tónlistarmenn í Fjörðinn eftir að Sony fór illa með minn mann JJ og væri Leoncie þar frábær kostur
Hvort myndirðu mæta í ræktina með ?
a.)Arnari Grant og Ívari Guðmunds
b.) Gills og Audda Blö
Hvort myndirðu fara í hnattreisu með Lalla Johns eða Völu Grand?
Lalla Johns, er á svo háum bónusum myndi bakka hann upp allan tímann með ódýru Vodka og kúbverskum vindlum.
Ef að Bill Gates myndi bjóða þér pening fyrir að spila í fyrirtækjaliði Microsoft á móti Apple myndirðu slá til?
Já, eltir maður ekki peninginn???
Mac, Linux eða Windows?
Linux
Twitter, Google+ eða Facebook?
Ég er mikið fyrir plúsinn svo ég myndi líklega fara á Google Plus