Bjarni Þór

Hver er leikmaðurinn Bjarni Þór Viðarsson?

Bjarni ÞórFullt nafn: Bjarni Þór Viðarsson

Gælunafn: Baddi Vidd og diddi skítur

Fæðingardagur og Ár: 5/3/’88

Skónúmer: 9 1/2 UK

Hvar ólstu upp? Norðurbæ HFJ, sótti Engidals- og Víðistaðaskóla. Kaplakriki var auðvitað mitt annað heimili, eyddi og eyði enn ófáum klst þar

Besti Matur? Humar er í miklu uppáhaldi

Uppáhaldsdrykkur? Coca-Cola

Uppáhaldssjónvarpsefni? 24 var og er í miklu uppáhaldi. Nýlegir þættir eins og White Collar og Suits eru inn núna

Spilarðu tölvuleiki(ef já hver er besti leikurinn)? Gerði það, ef ég hendi PS í samband þá er það aðallega Assasin’s Creed sem ég spila

Hvaða music ertu hrifin af: Robin Schulz er í uppáhaldi núna. Annars er ég hrifinn af flestu, t.d. Westlife, Eros Ramazzotti, Guns n’ Roses og fl.

Hvaða vefsíður heimsækirðu oftast(utan www.fhingar.net)? www.facebook.com/biumbiumstore

Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki(hvernig) ? Já, fer alltaf fyrst í vinstri sokk, vinstri skó og vinstri legghlíf

Hvað finnst þér um auglýsingar í bíó? Enginn sérstakur aðdáandi

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Alan Shearer

Bjarni Þór 1Mestu vonbrigði? Árin mín 3 hjá Silkeborg

Sætasti sigurinn? 0-1 útisigur með Roeselare á Standard Liege í belgísku deildinni ’09

Besti leikmaður á Íslandi í dag? Robbi, einn hæfileikaríkasti markmaður sem ég hef spilað og æft með

Erfiðasti andstæðingur? Lukaku og Courtois

Ekki erfiðasti andstæðingur? Tóti í reit

Besti samherjinn? Tóti

Háværasti samherjinn? Davíð

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Brynjar Ásgeir

Hver er best klæddi leikmaðurinn í liðinu? Serkurinn á þennan titil, bjó lengi í Mið-Evrópu og veit hvað þarf til

Hver borðar mest af nammi í liðinu? Flóki og Böddi

Fyndnastur? Ég hlæ alltaf að/af öllu sem Jón Ragnar gerir, t.d. er aqua gymnastics legend-ið sem hann tekur einn af mínum uppáhalds karakterum

Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu? Reitur með Tóta

En leiðinlegast? Reitur ekki með Tóta

Bjarni Þór 2Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Febrúar 2007 með Bournemouth gegn Leyton Orient í League 1. Var á láni frá Everton og kom inn á í fyrsta leiknum fyrir meistara Darren Anderton. Unnum leikinn 5-3 að mig minnir

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Myndi vilja að 6 sekúndu reglunni yrði fylgt eftir, flest lið sem tefja gegn okkur, en því miður komast flestir markmenn andstæðinganna upp með það

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Pallurinn heima á sólríkum degi

Morgunmaður eða nátthrafn? Morgunmaður

Hvernig bíl keyrirðu? Skoda

Fylgist þú með öðrum íþróttum? Já, fylgist t.d. vel með hjólreiðum eftir að hafa búið lengi í Hollandi og Belgíu

Besta momentið í boltanum? Að spila minn fyrsta mótsleik fyrir Everton. Frábært að koma inn á fyrir Thomas Gravesen þann mikla meistara í fyrsta leiknum fyrir þá Bláu

Uppáhaldslið í NBA? Var alltaf Seattle Supersonics, núna er það Knicks

Uppáhaldslið í Enska boltanum? Everton

Barcelona eða Real Madrid? Barca

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það? John Terry

Grófasti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Graham Kavanagh

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gaupi

Ekki besti íþróttafréttamaðurinn? Allir að standa sig nokkuð vel✌️

Leoncie í Fjörðinn? Nei

Hvort myndirðu mæta í ræktina með ?
a.)Arnari Grant og Ívari Guðmunds
b.) Gills og Audda Blö
Arnari Grant og Ívari

Hvort myndirðu fara í hnattreisu með Lalla Johns eða Völu Grand? Get ekki gert upp á milli þeirra

Ef að Bill Gates myndi bjóða þér pening fyrir að spila í fyrirtækjaliði Microsoft á móti Apple myndirðu slá til? Ég á víst að eiga nóg, þannig að svarið er nei

Mac, Linux eða Windows? Mac

Twitter, Google+ eða Facebook? Facebook

Leave A Comment