FH “poncho” fyrir haustlægðirnar sem framundan eru!
Fyrir áhugasama að þá er hægt að fjárfesta í glæsilegri FH “poncho” fyrir litlar 1000 krónur. Þetta er tilvalið fyrir leikina sem eftir eru af tímabilinu, því við munum jú öll hvernig veðrið var í lokaleiknum í fyrra. Kápan er merkt með FH merkinu bæði að framan og aftan eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þessi vara er til bæði í barna og fullorðinsstærðum fyrir áhugasama. Nánari upplýsingar hjá Marko
Breiðablik – FH á sunnudaginn | Frír burger og frí rútuferð á leikinn frá Ölhúsinu
Næsta sunnudag getur Fimleikafélagið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, en liðinu vantar einungis eitt stig svo hann komi í hús. Að þessu tilefni ætlar Mafían að hittast upp á ölhúsi kl. 13:00 og byggja upp gríðarlega góða stemningu. Boðið verður upp á grillaða FHamborgara á meðan birgðir endast, boltatilboð á bjór og lifandi tónlist. Heimir þjálfari mætir á svæðið og heldur tölu og Mafían býður upp á fría rútuferð í Kópavoginn og
FH-ingar með þetta í höndum sér fyrir lokaumferðirnar!
Nú fer senn að líða að lokum tímabilsins 2015, en einungis fimm leikir eru eftir af deildarkeppninni og því 15. stig eftir í pottinum. Sem stendur hefur FH fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eftirleikurinn því aðeins í höndum okkar manna ætli þeir sér að taka þann stóra eftir nokkurra ára fjarveru. Leikmennirnir inná vellinum geta þetta hinsvegar ekki einir síns liðs, heldur skiptir stuðningur frá ÖLLUM FH-ingum gríðarlega
FH-ingurinn | Örvar Jóhannesson
FH-ingurinn að þessu sinni er aðstoðar trommarinn Örvar Jóhannesson, sem er einn af dyggustu stuðningsmönnum FH um þessar mundir. Afhverju FH? Er uppalinn í firðinum og FH er einfaldlega besta fótboltalið á Íslandi. Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir. Man eftir að fara á völlinn sem krakki og fylgjast með þessu liði FH sem var alls ekki hátt skrifað á þeim tíma. Man ekki nákvæmlega
Hver er leikmaðurinn Bjarni Þór Viðarsson?
Fullt nafn: Bjarni Þór Viðarsson Gælunafn: Baddi Vidd og diddi skítur Fæðingardagur og Ár: 5/3/’88 Skónúmer: 9 1/2 UK Hvar ólstu upp? Norðurbæ HFJ, sótti Engidals- og Víðistaðaskóla. Kaplakriki var auðvitað mitt annað heimili, eyddi og eyði enn ófáum klst þar Besti Matur? Humar er í miklu uppáhaldi Uppáhaldsdrykkur? Coca-Cola Uppáhaldssjónvarpsefni? 24 var og er í miklu uppáhaldi. Nýlegir þættir eins og White Collar og Suits eru inn núna Spilarðu
LUV sjóðurinn styrkti Frosta um 200.000 krónur!
Sara Óskarsdóttir, fyrrum eiginkona Hermanns Fannars Valgarðssonar setti sig í samband við www.fhingar.net eftir að LUV sjóðurinn hafði styrkt Frosta sem er 7 ára gamall og þjáist af alvarlegum hrörnunarsjúkdómi. LUV sjóðurinn var settur á laggirnar eftir andlát Hemma eins og hann var kallaður og hefur Sara séð um að úthluta úr sjóðnum. Hinn alþjóðlegi LUV dagur er svo eins og kunnugt er ár hvert þann 22. febrúar á fæðingardegi
Hver er leikmaðurinn Jón Ragnar Jónsson?
Það er enginn annar en Jón Ragnar Jónsson sem er hver er leikmaðurinn að þessu sinni. JJ er uppalinn FH-ingur og hefur spilað alla sína tíð fyrir Fimleikafélagið fyrir utan eitt tímabil þar sem leikmaðurinn lék með Þrótti Reykjavík. Leikmaðurinn hefur spilað afar vel í þeim leikjum sem hann hefur komið við sögu í og sendingarnar hjá honum eru baneitraðar. Fullt nafn: Jón Ragnar Jónsson Gælunafn: Hvíti Cafu Fæðingardagur og
FH-ingurinn | Frímann Dór Ólafsson
FH-ingurinn að þessu sinni er Frímann Dór Ólafsson, en hann hefur verið dyggur stuðningsmaður liðsins síðustu 15 árin. Við fengum Frímann til að svara nokkrum spurningum og gefum honum því orðið. Afhverju FH? Mætti með félaga mínum á 1 leik og sá strax að þetta var rétta liðið. Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir. Þegar FH vann ÍR 0-7 árið 2000. Segðu okkur frá eftirminnilegum