FH KR

FH mætir KR í 8-liða í kvöld | Mafían býður í grill

FH KRFH heimsækir KR í Frostaskjólið í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld kl. 20.

Þetta eru liðin sem sitja í fyrsta og öðru sæti Pepsi deildarinnar og því hörkuleikur sem í vændum er.

FH vann KR í 1. umferð Pepsi deildarinnar og mun sá leikur ekki skila neinu fyrir okkar menn í kvöld.

Mafían hittist að vanda á Ölhúsinu kl 16.00, en þar býður Mafían til grillveislu og svo verður rúta á leikinn í boði Mafíunnar.

Koma svo allir FH-ingar fjölmennum og hjálpum okkar mönnum í undanúrslitin.

Áfram FH!

Leave A Comment