FH-ingurinn að þessu sinni er aðstoðar trommarinn Örvar Jóhannesson, sem er einn af dyggustu stuðningsmönnum FH um þessar mundir.
Afhverju FH?
Er uppalinn í firðinum og FH er einfaldlega besta fótboltalið á Íslandi.
Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.
Man eftir að fara á völlinn sem krakki og fylgjast með þessu liði FH sem var alls ekki hátt skrifað á þeim tíma. Man ekki nákvæmlega hver fyrsta ferðin var.
Segðu okkur frá eftirminnilegum leik
Það var pottþétt úrslitaleikurinn í bikarnum 2010 FH 4 – 0 kr
Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna?
Ég hef alltaf haft miklar mæturá góðum varnarmönnum og Guðmann Þórisson er minn uppáhalds leikmaður í FH eins og staðan er í dag.
Hvert er eftirminnilegasta markið sem FH-ingur hefur skorað?
Fyrir mér er það mark Hjartar Loga Valgarðssonar sem hann skoraði krullaði nánast frá endalínu vallarins mig minnir að það hafi verið 2010 í Krikanum á móti kr 3-2 sigur FH.
Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?
Besta stundin er sú þegar FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á Fylkisvelli 2008, það var svo mikil dramatík í gangi og FH þurfti tveggja marka sigur og þeir taka leikinn 2-0. Versta stundin er hins vegar þegar við töpuðum í fyrra fyrir strumpunum í Garðabænum.
Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyjunni?
Ég vil sjá Gary Martin í FH treyju svo hann hætti að skora á móti okkur. Kjartan Henrý vil ég aldrei sjá í FH treyju og í raun bara aldrei aftur í pepsi.
Hverjir eru verstu/erfiðustu andstæðingar FH að þínu mati?
FHingar eru oftast sjálfum sér verstir og eru sínir verstu andstæðingar. Ekkert lið á Íslandi á séns í FH á góðum degi.
Hverju myndir þú breyta hjá FH?
Fá félagið til að styðja betur við bakið á stuðningsmönnum og búa þannig til alvöru stuðningsmannasveit. Mafían er að gera góða hluti en með enn meiri stuðningi frá félaginu er hægt að gera mun betur.
Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?
Daði Lár
Henning Henningsson – Auðun Helga – Tommy Nielsen– Hjörtur Logi
Atli Guðna – Bjössi Maradonna – Matti Vill – Emmil Hallfreðs
Atli Viðar – Höddi Magg
Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi, og fylgistu með einhverjum öðrum íþróttum?
Liverpool er mitt lið og já ég er sjúkur í íþróttir og fylgist með hjólreiðum, snóker, körfubolta, amerískum fótbolta, hafnarbolta og svo mætti lengi telja.
Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?
Ef vöxturinn verður eins og frá 2005-2015 þá verður FH klárlega í riðlakeppni meistaradeildarinnar.
Hvað finnst þér um www.Fhingar.net?
Frábært að sjá breytingarnar. Síðan er mjög flott.
Ef upphitunarþáttur FH Radio myndi byrja 1 klst fyrir leik, myndirðu hlusta á hann áður en þú færir á völlinn?
Ég hlusta aðeins á FH-Radio í neyð, ef ég kemst ekki á völlinn. Þeir hafa bjargað málunum margoft svo já ég myndi hlusta.
Eitthvað að lokum?
Áfram FH!!! LUV.