Frimann

FH-ingurinn | Frímann Dór Ólafsson

FrimannFH-ingurinn að þessu sinni er Frímann Dór Ólafsson, en hann hefur verið dyggur stuðningsmaður liðsins síðustu 15 árin.

Við fengum Frímann til að svara nokkrum spurningum og gefum honum því orðið.

Afhverju FH?

Mætti með félaga mínum á 1 leik og sá strax að þetta var rétta liðið.

Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.

Þegar FH vann ÍR 0-7 árið 2000.

Segðu okkur frá eftirminnilegum leik

Það var 19 sept 2004 þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrsta sinn endaði 1-2 fyrir okkur :)

Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna?

Atli Viðar Björnsson hef alltaf haldið upp á hann enda fæddur markakóngur.

Hvert er eftirminnilegasta markið sem FH-ingur hefur skorað?

Svona í fljótu bragði þá ætla ég að segja Lennon þegar hann skoraði sitjandi gegn Leikni.

Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?

Besta 2004 og versta úrslitaleikurinn í fyrra.

Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyjunni?

Gylfa Sig vill ég sjá og Kjartan Henry vil ég ekki sjá.

Hverjir eru verstu/erfiðustu andstæðingar FH að þínu mati?

KR, okkur hefur ekki gengið vel á móti þeim undanfarið svo er bara verulega fúlt að tapa móti þeim.

Hverju myndir þú breyta hjá FH?

Ekki neinu.

Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?

Daði Lár, Hendrickx, Tommy, Doumbia, Freysi, Jón Þorgrímur, Heimir Guðjóns, Matti Vill, Allan Borgvardt, Tryggvi Guð og Atli Viðar.

Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi, og fylgistu með einhverjum öðrum íþróttum?

Manchester United, handbolta stundum þegar FH og Haukar eigast við svo líka þegar landsliðið er að spila.

Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?

Eitt af stórveldum í Evrópu

Hvað finnst þér um www.FHingar.net?

Frábær.

Ef upphitunarþáttur FH Radio myndi byrja 1 klst fyrir leik myndirðu hlusta á hann áður en þu færir á völlinn?

Klárlega.

Eitthvað að lokum?

ÁFRAM FH!!!

Leave A Comment