Steven Lennon og Atli Guðnason Mynd: Jói Long

FH hefur leik í Evrópukeppninni í dag

Gary og GuðmannFH heimsækir finnska liðið SJK Seinäjoki í 1. umferð Evrópukeppninnar í dag. Seinni leikurinn fer svo fram hér heima eftir viku.

Búast má við hörkuleik þar sem bæði lið vilja halda boltanum innan liðsins, en þessi lið mættust eins og kunnugt er á æfingamóti á Marbella á Spáni á vormánuðum. Í þeim leik hafði finnska liðið betur 2-0.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 18.00 á staðartíma eða kl 16.00 hér heima. FH-ingar ætla að fjölmenna á Ölhúsið  og fylgjast með okkar mönnum þar.

Áfram FH!

Leave A Comment