Í kvöld kl. 19.15 koma Inter Baki í heimsókn í Kaplakrika í 2. umferð Evrópukeppninnar. Aserarnir slóu út albanska liðið Laci í 1. umferðinni á meðan okkar menn sigruðu finnska liðið SJK samanlagt 2-0.
Lið Inter er töluvert sterkara en finnska liðið og því nokkuð ljóst að FH þarf að eiga tvo virkilega góða leiki ef ekki á illa að fara. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH sagði hinsvegar í viðtali á stöð 2 í gær að FH gæti vel strítt þessu liði á góðum degi.
Þetta er 29. Evrópuleikur FH undir Stjórn Heimis Guðjónssonar, en Heimir hefur stýrt liðinu til sigurs í 12 leikjum af þessum 28 og tapað 11. Það er því óhætt að segja að vinningshlutfall FH sé nokkuð gott undir stjórn Heimis í Evrópukeppni.
Mafían er með hitting á Ölhúsinu frá kl. 16.00 líkt og venjan er og eru allir stuðningsmenn FH velkomnir þangað.
Miðaverð á leikinn er 2000 og hefst eins og áður sagði kl. 19.15.