FH mætti finnska liðinu SJK ytra í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppninnar í dag. Fyrirfram var búist við jöfnum leik enda liðin áþekk.
Fyrri hálfleikur liðanna var ekki mikið fyrir augað, en okkar menn voru varir um sig og gáfu fá færi á sér, en markalaust var í hálfleik 0-0. Fyrri hálfleikur tíðindalítill en það eina sem helst ber að nefna er að finnska liðið átti skot í þverslá.
Á 11. mínútu seinni hálfleiks kom Steven Lennon FH í 1-0 með marki beint úr aukaspyrnu, en þetta var fyrsta skot FH í leiknum á mark SJK. FH-ingar sóttu svo í sig veðrið eftir markið og voru klárlega betri aðilinn í seinni hálfleik.
Mark Lennon reyndist eina mark leiksins sem er virkilega dýrmætt fyrir seinni leik liðanna hér heima eftir viku.
Áfram FH!